Vikan


Vikan - 27.12.1991, Page 14

Vikan - 27.12.1991, Page 14
Enn á Margrét Thatcher eftir að koma á óvart. Mitterrand á eftir að deila hart við ýmsa þjóðarleiðtoga. Gorbatsjov er ekki þagnaður... ENGLAND OG EVRÓPULÖND ■ Margrét Thatcher kemur enn á óvart varöandi Evrópu- bandalagsmálið. ■ Breskt einkaleyfi á gúmmí- mottum, sem hjálpa konum til að rannsaka sjálfar brjósta- krabbamein á byrjunarstigi, verður kynnt á Norðurlöndun- um og einnig hér á íslandi. ■ Mayor, forsætisráðherra Breta, æskir stuðnings Mar- grétar Thatcher og* ræður hana sem sérstakan sendifull- trúa á nokkrum ráðstefnum um EB-málið. ■ Manchester United kaupir íslenskan leikmann í knatt- spyrnu fyrir háa upphæð. ■ Ríkisreknir bankar í Frakk- landi munu einkavæðast í rík- ari mæli en hingað til og sækj- ast eftir fjármagni og eignar- aðild stærstu fyrirtækja þar í landi. ■ Mitterrand Frakklandsfor- seti mun láta mikið að sér kveða á árinu og deila hart við þjóðarleiðtoga í álfunni. Hann mun fara fyrir f fyrirhuguðu hjálparstarfi við ný ríki í hinum fyrrverandi Sovétríkjum og á Balkanskaga. ■ Á Balkanskaga upphefst nefnilega mikill órói og það hriktir í stjórnum margra ríkja þar. Júgóslavíu verður ekki endanlega skipt og ekki sér fyrir endann á stríðsátökum f landinu. VÍÐS VEGAR ■ í Rússlandi og öörum rfkj- um þessa fyrrverandi heims- veldis verður erfiður vetur en ástandið batnar verulega með vorinu og endurskipulagning hefst í flestum ríkjunum. ■ Af Gorbatsjov munum við heyra mikið á árinu þótt að- stæður hans breytist. ■ Jeltsín heldur áfram að vera forsvarsmaður í flestum mál- um hinna nýfrjálsu ríkja. Bandaríkin munu styðja upp- byggingu þessara landa. ■ í Þýskalandi eiga fyrirtæki, einkum í iðnaði, í vök að verjast, bæði vegna minnk- andi útflutnings til Bandaríkj- anna og eins vegna snar- minnkandi viðskipta við þau lönd sem áður tilheyrðu Sov- étríkjunum. Atvinnuleysi eykst þar í landi. Átak verður gert til að sameina flest minni fyrir- tæki í framleiðslugreinum en þar er við ramman reip að draga þar sem Japanir hafa forskot með tölvuvæddum fyrirtækjum í flestum greinum sem keppa við Þjóðverja. ■ I Asíu eru víða óveðurs- ský. í Hong Kong veröur mikill óróleiki, jafnvel uppreisn vegna ótta íbúanna við yfir- töku kínverska alþýðulýðveld- isins þegar breskum yfirráöum sleppir. Atvinnuleysi eykst f nýlendunni en fólk reynir að komast burt til að forðast vandræðin. í Austur-Asíu eru þó ekki alls staðar erfiðleikar og Japan heldur sínum hlut. Og á þessu svæði verður stærsta markaðssvæði heims- ins. Fríverslunarsvæði verða aukin í þessum heimshluta úr tveimur í fimm. ■ Norður-Kórea hótar blóð- baði verði ráðist á landið og múslimar, sem eru fjölmennir f sovésku lýðveldunum, fara fram á aðstoð ríkra araba- þjóða. Verður það til þess að vestrænar þjóðir munu verða vel á varðbergi varðandi áhrif þessara hræringa á austan- verða Evrópu. ■ Stærsta mál ársins í er- lendum fréttum verður hins vegar óleyst vandamál vegna fólksflutninga milli landa, bæði f Evrópu og í nýfrjálsu ríkjun- um í Sovétríkjunum. Þetta á eftir að taka allan tíma leið- toga Evrópuríkja og einnig Bandaríkjanna og landa í Asíu sem eru þess umkomin að taka við nýjum innflytjendum. ■ Og það er ekki bara á ís- landi sem skorið er niður í heil- brigðiskerfinu. ( Danmörku veröa miklar deilur þegar upp- sagnir nokkur hundruð manna á stærsta sjúkrahúsi landsins veröa tilkynntar, sjúkrastofum lokað og landsbyggðarhéruð- um gert að taka á sig kostnað af sínum sjúklingum. FRÆGT ERLENT FÓLK ■ Elfsabet Taylor skilur við nýja eiginmanninn. ■ Díana Bretaprinsessa verður í sviðsljósinu vegna meintrar vináttu við frægan listamann. ■ Eitt Kennedy-hneykslið enn kemur upp á yfirboröið og veldur fjaðrafoki í fjármála- heiminum. ■ Aids-veiran mun taka toll af þremur frægum og hjartfólgn- um leikurum, tveimur í Holly- wood og einum í Bretlandi. ■ Nelson Mandela æskir að- stoðar Evrópuleiðtoga svo og stjórnvalda í Bandaríkjunum vegna baráttu sinnar í Afríku. ■ Cliff Richard festir umtals- vert fé f eignum á Bretiandi. ■ Leikkonan Cher græðir stórfé á líkamsræktarpró- grammi sem hún selur á spól- um og myndböndum. Þessi myndbönd verða einnig vin- sæl hér á landi en deilur koma upp um íslenskan umboðsað- ila. ■ Sylvester Stallone og Kief- er Sutherland feröast víða um heim með áróður til hjálpar bágstöddum og vannærðum börnum og verður vel ágengt. VÍSINDIN ■ Enn kemur fram nýtt lyf sem menn binda vonir við til lækningar á krabbameini. Og gegn Alzheimerveikinni verður fariö aö nota sérstakt efni sem komið er fyrir í eða við heilann til að geta haft hemil á við- gangi þessa sjúkdóms. ■ Ókunnur sjúkdómur, sem breiðist út í einu eða fleiri lönd- um fyrir botni Miðjarðarhafs eða við Persaflóann, vekur upp ótta fólks. ■ Frumdrög að fyrsta tveggja hæða fólksbílnum (4-6 sæta) verða kynnt á nýju ári. ■ Farið verður að prófa hvernig menn geta lifað f at- hugunar- og vísindastöðvum í geimnum með því að byggja þar til gerðar stöðvar á jörðu niðri með sömu aöstæðum og í geimnum. ■ Miklar framfarir verða á sviði tölvubúnaðar og einkum með tilliti til að gera þær mun hraðvirkari en nú þekkist. ■ Nýjar tilraunir verða kynnt- ar til að auka trjávöxt umtals- vert. Stórt svæði með fljót- sprottnum trjám gefur góða raun fyrir árslok. ■ Stórstígar framfarir verða í flutningaþotum sem geta borið og flutt stærri farma og þyngri en hingað til. ■ Hugmyndafræðin um sól- kerfið okkar og aldur þess kann að breytast verulega á næsta ári þegar uppgötvaðar verða nýjar smástjörnur milli nokkurra reikistjarnanna. Og enn finnast ný vegsummerki um uppruna mannsins. Báðar þessar uppgötvanir verða gerðar einhvers staðar á suðurhveli jarðar. ■ Litaðir fiskar verða eftirsótt- ir til átu í framtíðinni og við Indlandshaf verður farið að veiða slíka fiska, ekki síst svokallaðan bláfisk sem þó var uppgötvaður fyrir meira en fimmtíu árum. Einnig uppgötv- ast að fiskar og krabbadýr geta líka lifað neðanjarðar á landmassanum, þar sem vatn er djúpt í jörðu, einkum á há- hitasvæðum. Loks verður bílaáhugamönnum að ósk sinni að komast nær því að losna við bensín og olíu þar sem fram kemur bíll sem gengur fyrir vetnisorku. 14 VIKAN 26. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.