Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 8

Vikan - 12.08.1993, Síða 8
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON / UÓSM.: JGR OG BINNI VIKINGAHOFÐINGINN JÓHANNES VIÐAR: MÁTUI ÞAÐ SKAL SKÝRT TEKIÐ FRAM Fuglinn í fjörunni, hann heitir már - nema í Hafn- arfirði, þar heitir hann Jó- hannes Viðar Bjarnason. Hann var af mörgum talinn hálfgerður furðufugl þegar hann kom með nokkrar geggj- aðar hugmyndir, þar sem hann ruglaði saman reitum við fornsögur og víkinga, í Hafnarfjörð fyrir þremur árum. En fuglinn var með fullu viti og nú segja menn gjarnan við hátíðleg tækifæri að allt sé að ganga upp. Víkingaruglið reyndist ekki rugl heldur hin vinsælasta skemmtan innlendra sem út- lendra og í tengslum við það hafa miklar framkvæmdir staðið yfir. Fyrir nokkru var síðan keypt skip á staðinn og boðið upp á miðnætursigling- ar og fleira í þeim dúr. Fyrrum bæjarstjóri ( Hafnarfirði, Guð- mundur Árni, hefur lýst hinum meinta furðufugli á þann veg að Jóhannes sé einmitt mátu- lega galinn til að geta verið Hafnfirðingur. Við skulum kynnast þessum mátulega galna manni. ÆTLAÐI f PRESTINN Jóhannes er Reykvíkingur. Við fyrstu sýn er ekkert at- hugavert að sjá við manninn. Lundin er létt að sjá og heyra. Framkoman óþvinguð en laus við skot á gestinn með segul- bandið sem Jóhannes þekkir ekkert. Myndi þó sennilega breytast með tímanum. Býður kaffi, fær sér sjálfur. Og sígar- ettu. Hann er uppalinn í Kleppsholtinu í Reykjavík. Eft- ir gagnfræðapróf fór hann til Englands að læra ensku á- samt nokkrum öðrum íslensk- um krökkum. „Þetta var aðventistaskóli. Ég ætlaði að verða prestur, sko,“ segir Jóhannes og hlær við en hann hafði fram til þessa verið í Hlíðardalsskóla. „Eftir þetta fór ég bara í þjón- inn og lærði það. Já, já. Á Naustinu." - Varstu eitthvað byrjaður í viðskiptabrölti þá? „Nei, ekkert. Ég hef aldrei gert mig út fyrir að vera bisn- issmaður og tel mig ekki til þeirra. Þetta er meira hug- sjónastarf finnst mér.“ KLAPPAÐ Á ÖXLINA - Af hverju þjónninn? „Þá var þannig litið á starfið að þeir sem því gegndu hefðu það gott fjárhagslega. Sumir hverjir voru hátekjumenn. Það er - ehemm, af sem áður var! Síðan hef ég unnið við þjóns- starfið á Naustinu, í Þórskaffi, á Holiday Inn og Alex. Ég stóð ekkert í rekstri á þeim tíma en eftir að vera búinn að 8 VIKAN 16.TBL.1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.