Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 8

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 8
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON / UÓSM.: JGR OG BINNI VIKINGAHOFÐINGINN JÓHANNES VIÐAR: MÁTUI ÞAÐ SKAL SKÝRT TEKIÐ FRAM Fuglinn í fjörunni, hann heitir már - nema í Hafn- arfirði, þar heitir hann Jó- hannes Viðar Bjarnason. Hann var af mörgum talinn hálfgerður furðufugl þegar hann kom með nokkrar geggj- aðar hugmyndir, þar sem hann ruglaði saman reitum við fornsögur og víkinga, í Hafnarfjörð fyrir þremur árum. En fuglinn var með fullu viti og nú segja menn gjarnan við hátíðleg tækifæri að allt sé að ganga upp. Víkingaruglið reyndist ekki rugl heldur hin vinsælasta skemmtan innlendra sem út- lendra og í tengslum við það hafa miklar framkvæmdir staðið yfir. Fyrir nokkru var síðan keypt skip á staðinn og boðið upp á miðnætursigling- ar og fleira í þeim dúr. Fyrrum bæjarstjóri ( Hafnarfirði, Guð- mundur Árni, hefur lýst hinum meinta furðufugli á þann veg að Jóhannes sé einmitt mátu- lega galinn til að geta verið Hafnfirðingur. Við skulum kynnast þessum mátulega galna manni. ÆTLAÐI f PRESTINN Jóhannes er Reykvíkingur. Við fyrstu sýn er ekkert at- hugavert að sjá við manninn. Lundin er létt að sjá og heyra. Framkoman óþvinguð en laus við skot á gestinn með segul- bandið sem Jóhannes þekkir ekkert. Myndi þó sennilega breytast með tímanum. Býður kaffi, fær sér sjálfur. Og sígar- ettu. Hann er uppalinn í Kleppsholtinu í Reykjavík. Eft- ir gagnfræðapróf fór hann til Englands að læra ensku á- samt nokkrum öðrum íslensk- um krökkum. „Þetta var aðventistaskóli. Ég ætlaði að verða prestur, sko,“ segir Jóhannes og hlær við en hann hafði fram til þessa verið í Hlíðardalsskóla. „Eftir þetta fór ég bara í þjón- inn og lærði það. Já, já. Á Naustinu." - Varstu eitthvað byrjaður í viðskiptabrölti þá? „Nei, ekkert. Ég hef aldrei gert mig út fyrir að vera bisn- issmaður og tel mig ekki til þeirra. Þetta er meira hug- sjónastarf finnst mér.“ KLAPPAÐ Á ÖXLINA - Af hverju þjónninn? „Þá var þannig litið á starfið að þeir sem því gegndu hefðu það gott fjárhagslega. Sumir hverjir voru hátekjumenn. Það er - ehemm, af sem áður var! Síðan hef ég unnið við þjóns- starfið á Naustinu, í Þórskaffi, á Holiday Inn og Alex. Ég stóð ekkert í rekstri á þeim tíma en eftir að vera búinn að 8 VIKAN 16.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.