Vikan


Vikan - 12.08.1993, Side 22

Vikan - 12.08.1993, Side 22
UPPSKRIFTIR Á meöan Fríöa veröur sér úti um aukna reynslu í matar- geröinni og ef til vill fleiri upp- skriftir geta lesendur Vikunnar dundaö sér við þaö sem hér fer á eftir. Hún lætur okkur nefnilega í té uppskriftir aö sælgæti, arabísku brauöi og baunaídýfu sem notuð er meö brauöinu. Og aö hætti inn- fæddra ... (gangi ykkur vel): PASTHANÍANSTIGLAR Jórdanskt konfekt er bakaö f heilu lagi og skorið síöan út í alla vega mynstur. Tíglarnir eru bakaöir í lausbotnaformi. í botninn á forminu er sett: 2 msk. sykur 50 g smjör hnefafylli af písthans- hnetum Deigiö: 180 g smjör 1 bolli sykur 3 egg 2 tsk. vanillusykur 2 tsk. lyftiduft 50 g písthanshnetur hnífsoddur anísduft 1,5 bollar hveiti Aöferö: Bræöiö 2 msk. af sykri viö vægan hita par til sykurinn er orðinn brúnn. Bætiö þá smjör- inu saman viö og hellið legin- um í formið. Dreifið písthans- hnetunum í formið og leggið þaö til hliðar. Hræriö saman smjöri og sykri og bætiö eggjunum saman viö hræruna, einu í senn. Bætiö hinum þurrefnun- um í og hræriö áfram í eina mínútu. Setjiö aö lokum hnet- urnar saman við meö sleif og blandið varlega. Setjið deigið í formið meö sykurbráöinni og bakið viö 180 gráöur í 30-40 mínútur. Sírópslögur: 2 msk. sykur 2 dl vatn safi úr hálfri sítrónu Aöferö: Bræöiö sykurinn við vægan hita þar til hann er orðinn Ijós- brúnn. Bætiö þá vatni og sítrónu saman við og hrærið þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið sírópsleginum yfir kökuna þegar hún er bökuö og látið hana kólna í forminu. Þegar kakan er oröin köld er henni snúiö þannig að hnet- urnar snúi upp og skerið síö- an í litla tígla. ZABASÍBA Deig: 1 kg hveiti 200 g smjör 2egg 2 msk. sykur 2 msk. ger hálf tsk. anísduft djúpsteikingarolía Sírópslögur: sama efni og aö framan. Aöferö: Hveiti sett á borðið eöa í skál, geri bætt saman við og bland- aö vel saman viö hveitið. Hnoðað saman meö smjöri og eggi, kryddað meö sykri og anísdufti. Ef deigiö er of þurrt má nota örlítið vatn til þess aö mýkja þaö. Hnoðiö þar til deigið er mjúkt og viðráðan- legt. Mótiö litlar kúlur úr deig- inu og djúpsteikið þær þar til þær eru fallega brúnar. Helliö þá sírópsleginum yfir kúlurnar á meðan þær eru heitar og látið kólna. Sírópslögur: Bræðiö sykurinn viö vægan hita þar til hann er orðinn brúnn. Bætiö þá vatni saman viö, látið suðuna koma upp og bætiö sítrónusafanum saman við. ARABÍSKT BRAUÐ - 8 STYKKI: 500 g hveiti 1,5 tsk. salt 30 g ger 1 msk. olía 3,5-4 dl vatn Aöferö: Blandið saman hveiti, salti og geri, bætið vatni og olíu sam- an við og hnoðið deigið þar til það er kekkjalaust. Látiö deig- iö bíöa í eina klukkustund undir plastfilmu. Sláiö deigiö niður og hnoöið aftur. Búiö til eina lengju úr deiginu og skiptið henni í átta hluta. Hnoöiö hlutunum í bollur og látið hefast í 30 mínútur. Fletj- ið brauöiö út meö lófanum f kringlóttar, flatar kökur, u.þ.b. 20 sm. Bakið þær viö vægan hita á eldavélarhellunni og snúiö þeim af og til svo þær brenni ekki. Einnig er hægt aö baka brauðið í ofni við 250 gráður í 7-10 mín. Vefjið brauðið inn í rakt stykki þegar þaö hefur veriö bakað og látiö þaö kólna þannig. HAMMOS Hammos er brauðídýfa sem notuð er með arabíska brauð- inu. í hana er notað: Ground Sesam (sesam- massi, unninn úr sesamfræj- um, fæst í Heilsuhúsinu) 250 g kjúklingabaunir safi úr hálfri sitrónu 2 dl jógúrt salt og pipar eftir smekk olía og sítrónusafi til að hella yfir 4 til 5 ísmolar steinselja snjóhnetur Aðferð: Kjúklingabaunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt. Þær eru síðan soðnar viö vægan hita í 50 mínútur og kældar. Baunir, sesammassi, jógúrt, safi og salt er sett í blandara og hrært saman ásamt klakanum þar til allt er komiö í mauk. Maukiö er sett í skál. Safa úr hálfri sítrónu og einni mat- skeið af olíu er hellt yfir ídýf- una áöur en hún er borin fram. Skreytt meö steinselju og snjóhnetum. Brauöiö er rifiö með hönd- um, þaö brotið í v-lag og því er síðan dýft ofan í maukið og ídýfunni þannig komið fyrir í geilinni. Veröi ykkur aö góöu. 22 VIKAN 16.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.