Vikan


Vikan - 12.08.1993, Qupperneq 28

Vikan - 12.08.1993, Qupperneq 28
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR / MYNDIR GÍSLIÞÓR GUÐMUNDSSON OAlUR BN OÓDIR*. OO lNbxJ J PJORI Höfuðpaur hljómsveitar- innar Kinks, Ray Davies, sýndi áhang- endum sínum á tónleikum í London nýverið að hann er enn maður stórkostlegrar sviðsframkomu. Þrátt fyrir að hann sé orðinn 47 ára gamall gefur hann ekkert eftir og hélt uppi fullu fjöri í tvo tíma stans- laust; alltaf sami kraftmikli rokkarinn, ófeiminn við að bera pólitískan boðskap á borð fyrir áheyrendur sína. Tónleikarnir voru þeir síðustu f tónleikaferð hljómsveitarinn- ar sem farin var í tilefni af útkomu breiðskífunnar Phobiu fyrr á þessu ári. Framan af tónleikunum sýndu jafnaldrar hljómsveitar- meðlimanna í áhangenda- hópnum þó merki þess að virðuleiki aldursins hafði færst yfir en Ray gaf þeim engan frið og lét þá vita af því að Lola og aðrir gamlir slagarar yrðu ekki fluttir fyrr en þeir væru tilbúnir að sleppa fram af sér beislinu. Kraftmiklir rokkarar Phopiu voru góð upphitun og virðuleg samkoman breyttist því smám saman í fjörugt partí þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lokin. Eftir að hafa verið klöpp- uð upp eftir Lolu og aftur eftir You Realy Got Me lauk hljómsveitin tónleikunum á óvæntan en eftirminnilegan hátt. „Skrifað af Bítlunum og flutt af Kinks í kvöld" - Twist and Shout og ánægðir tónleika- gestir luku kvöjdinu í léttri sveiflu. □ Dcbi Doss var í þriója skipti á tónleikum með Kinks. „Þeir hafa engu gleymt og Ray er alltaf óborganlegur á sviði." Debi segir að fyrsta platan, sem hún hafi eignast, hafi verið með Kinks, Well Respected Man, þá tólf ára gömul. Seinna á lífsleið- inni fékk hún tækifæri til að vinna með poppgoðinu sínu. „Ég söng með Kinks á árunum 1974 til 1977 ásamt fleiri söng- konum,“ segir Debbie og útskýrir að þetta hafi verið á því tímabili sem Ray Davies skrifaði söngleiki. Eflaust hefðu margir af eldri aðdáendum Davies viljaö vera í spor- um Lauren Doss, sjö ára dóttur Debbie, þegar hún fór baksviðs eftir tónleikana til að heilsa upp á þennan fyrrum samstarfs- mann móöur sinnar í fyrsta skipti. „Frábærir," sagöi 33 ára gamall Banda- ríkjamaöur, Terry Marnin, sem var í fjórða sinn á Kinkstónleikum ásamt eiginkon- unni, Cheryl Alexander. Þau höfðu fyrir tilviljun rekist á að þaö væru tónleikar í Royal Albert Hall með Kinks á meðan þau dvöldu í fjóra daga í London og notuðu tækifæriö til að sjá goðin á heimavelli. Terry er reyndar sjálfur í hljómsveit í Bandaríkjunum og sagðist ætla til íslands til aö spila fyrir herinn á næsta ári. VIKAN Á TÓNLEIKUM MEÐ KINKS í LONDON 28 VIKAN 16.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.