Vikan


Vikan - 12.08.1993, Qupperneq 46

Vikan - 12.08.1993, Qupperneq 46
SAKAMÁLA- SAGA EFTIR AGÖTHU CHRISTIE HVARF ELDABUSKUNNAR Persónur: Hercule Poirot: Arthur Hastings: Frú Todd: Hr. Todd: Elísa Dunn: Anna: Hr. Simpson: Davis: Einkaspæjari Vinur og aðstoðarmaður Poirots Vinnuveitandi eldabuskunnar Eiginmaðurfrú Todd Eldabuskan sem hvarf Þjónustustúlkan Leigjandi hjá Todd-hjónunum Horfinn bankagjaldkeri Þegar ég leigði íbúð með vini mínum, Hercule Poirot, var ég vanur að lesa upphátt fyrir hann fyrirsagnirnar í dagblað- inu Morgunfréttir. Blaðamenn Morgunfrétta notuðu hvert tækifæri til að gera mikið mál úr hlutunum. Rán og morð voru ekki sett á baksíðuna, þar sem enginn tæki eftir þeim. Þess í stað var fréttum af þess konar at- burðum slegið upp á forsíð- unni þar sem þau gátu ekki farið fram hjá manni. Ég las fyrirsagnirnar: „Bankagjaldkeri leggur á flótta með skuldabréf að verðmæti fimmtíu þúsund pund og er enn ófundinn. - Eiginmaður stingur höfðinu inn í gasofn. Óhamingjusamt heimilislíf. - Vélritunarstúlka hverfur. Fal- leg stúlka, tuttugu og eins árs. Hvar er Edna Field? Jæja, Poirot. Það er úr mörgu að velja. Gjaldkeri á flótta, dularfullt sjálfsmorð og týnd vélritunarstúlka. Hvað vekur áhuga þinn?“ Vinur minn var í rólegu skapi. Hann hristi höfuðið hægt. „Mér sýnist ekkert þeirra vera neitt sérlega spennandi, vinur minn. í dag vil ég helst slappa af. Það þyrfti mjög á- hugavert vandamál til þess að ég nennti að standa upp úr stólnum mínum. Sjáðu til, ég þarf að sinna mínum eigin málum sem eru jafnmikilvæg.“ „Eins og hverjum?“ „Fötunum mínum, Hast- ings. Ef ég man rétt er fitu- blettur á nýju, gráu jakkaföt- unum mínum - aðeins einn blettur en hann veldur mér nægilegum vandræðum. Síð- an þarf ég að líta á vetrar- frakkann minn. Og ég held - já, ég held að það sé kominn tími til að snyrta yfirskeggið mitt og bera á það feiti.“ „Jæja,“ sagði ég og rölti að glugganum. „Ég efast um að þú hafir tíma til þess að sinna öllum þessum verkum. Það var verið að hringja bjöllunni. Það er kominn viðskiptavinur til þín.“ „Til þess að ég tæki eitt- hvert mál að mér þyrfti það að hafa með öryggi þjóðarinnar að gera.“ Stuttu síðar kom digur kona, með roða í andliti inn til okkar, móð og másandi eftir að hafa gengið upp stigann. „Ert þú herra Poirot?" spurði hún í frekjulegum tón og fékk sér sæti. „Já frú, ég er Hercule Poirot.“ „Þú ert allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér,“ sagði konan og horfði á hann með nokkurri vanþóknun. „Borgað- irðu blaðinu sem sagði frá því hvað þú værir snjall spæjari eða skrifuðu þeir það sjálfir?“ „Frú mín góð!“ sagði Poirot og rétti úr sér. „Ég biðst forláts en þú veist hvernig þessi blöð eru nú til dags. Maður byrjar að lesa á- hugaverða grein en svo er hún bara uppfull af ómerkileg- um hlutum sem er búið að blása upp. Ég vona samt að þú hafir ekki móðgast. Ég skal HERCULE POIROT Belgíski einkaspæjarinn Hercule Poirot kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1920 í fyrstu bók Agöthu Christie, „The Mysterious Affair at Styles“ (fsl. Hús leyndardómanna, 1963). Síðan skrifaði Agatha um hann fjölda bóka og kom sú síðasta út árið 1975, „Curtain: Poirot’s Last Case“. Poirot hefur fjölmörg séreinkenni sem hafa gert hann ó- dauðlegan í augum lesenda um allan heim, til dæmis furðulega yfirvaraslreggið, egglaga andlitið og gífurlegt sjálfsálit. En þó verður hans liklega minnst helst fyrir ótrú- lega hæfileika til að leysa flókin glæpamál með hjálp „gráu frumnanna”. Hann var hvað það varðar verðugur arftaki Sherlock Holmes sem Arthur Conan Doyle skapaði undir lok síðustu aldar. Líklega er Poirot sú persóna í bókum Agöthu sem hvað flestir þekkja enda hefur hann verið gerður ódauðlegur i túlkun nokkurra leikara. Til dæmis muna ’margir eftir „The Murder on the Orient Express" þar sem Albert Finney lék hann. Einnig hefur Peter Ustinov farið með hlutverk Poirots í myndum eins og „Death on the Nile“ og „Evil Under the Sun“. Þó eru mjög margir aðdáenda spæjarans sammála um að sá leikari sem nái hvað best að túlka hann sé David Suchet sem hefur farið með hlutverk hans í þáttun.um um Poirot og nokkrum sjónvarpsmyndum sem Stöð 2 hefur sýnt að undanförnu. Hercule Poirot, maðurinn á bak við spæjarann, er orð- inn það frægur sem sjálfstæð persóna að bókasafnsfræð- ingur og rithöfundur á Nýfundnalandi, Anne Hart, hefur samið ævisögu hans sem kallast „The Life and Times of Hercule Poirot". Anne Hart hefur einnig samið ævisögu fröken Jane Marple. En Poirot var ekki alltaf einn á ferð. i fyrstu sögunum um hann fylgdi Arthur Hastings höfuðsmaður honum hvert fótmál. Hastings var mjög áhugasamur um lausn mála og hjálpaði stundum til. í síðari bókum Agöthu um Poirot kom Hastings mun sjaldnar fyrir en þá voru stundum í staðinn komnir aðrir kunningjar Poirots, svo sem rithöfundurinn frú Ariadne Oliver og Japp lögregluvarðstjóri. í þessari sögu, Hvarfi eldabuskunnar (The Adventure of the Clapham Cook), fæst Poirot við mál sem reynist flóknara en það sýnist í fyrstu. Hastings höfuðsmaður er honum til aðstoð- ar í þetta sinn og hann segir söguna. R.J. 46 VIKAN 16. TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.