Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 5
menntamál
83
fyrir það böl, sem af afnámi bannlaganna lilaut að leiða,
einkum fyrir æskuna í landinu.
Svo sem fyrr er getið var starf Sig. Jónssonar í þágu
skólamálanna bæði langt og merkilegt. En það verður
eigi að fullu skilið né metið, án þess að jafnframt sé tek-
ið tillit til binna óvenjulegu erfiðleika, sem við var að etja
i starfi hans. Eg vil sem dæmi um það, hvernig móttökur
æskuáhugi og fórnfýsi Sig. Jónssnar fékk, - benda á af-
drif Kennarablaðsins. Ivennarablaðið fór mjög myndar-
lega af stað og flutti margar fróðlegar og vekjandi grein-
ar um innlend og erlend skóla- og uppeldismál, en allt um
]iað voru undirtektir kennara og almennings með þeim
bætti, að vonlaust var fyrir efnalítinn mann að halda út-
gáfunni áfram. Örlögin urðu þau sömu og uppeldistíma-
rit þeirra Ögmundar og Jóns Þórarinssonar hafði áður
hlotið. —
Eitt af því, sem Sig. Jónsson barðist fyrir i blaði sínu,
\ar stofnun kennaraskóla á Islandi. Og telur hann sér-
menntaða kennarastétt eitt grundvallaratriði fyrir
kennslumálin i landinu. Eg tilfæri liér ummæli úr ávarpi
kennarablaðsins, er það hóf göngu sina. Ummæli ])essi
eru í fullu gildi enn og lýsa vel trú Sig. Jónssonar á þýð-
ingu skóla og góðs uppeldis:
„Það er þýðingarlaust að ætla sér að uppbyggja þjóð-
ina, að ætla sér að gera hana að svo eða svo mikilli fram-
faraþjóð í búnaði, verzlun eða öðrum atvinnugreinum, að
ætla sér að gera hana að svo eða svo vel kristinni, hraustri
og bindindissamri þjóð — það er allt þýðingarlaust, ef að
uppeldi barnanna og sönn menntun þeirra er vanrækt.
Grundvöllinn til þjóðþrifa vorra verður að leggja hjá hin-
um ungu, það eru þeir, sem bafa í sér fólgna möguleikana
fyrir því, að þjóðinni geti þolcað eitthvað áleiðis á kom-
andi öldum, — frækornin, sem framtíð hennar á að
spretta upp af“.
Sig. Jónsson barðist af áliuga og dugnaði fyrir sam-
6*