Menntamál - 01.09.1936, Side 46

Menntamál - 01.09.1936, Side 46
124 MENNTAMÁL kost á þvi að umgangasl aðra kennara en samkennara sína við skólann, og margir starí'a einir og afskekktir. Eg vil í þessum línum liera fram tillögur til umræðu og athugunar fyrir kennarastéttina og yfirstjórn fræðslu- mála og tel eg, ef liún kæmist til framkvæmda, að hún myndi bæta úr særstu ágöllum, sem nú ríkja um fram- haldsmenntun og félagslif kennara, og hæta upp tapið þeim kennurum, sem engin tök hafa á „að sigla“, og fært kennarastéttinni hagnýt gæði heimafengin, án tilfinnan- legs kostnaðar fyrir ríki og einstaklinga, og miða ég þá tillögur mínar sérslaklega við yfirstandandi gjaldeyris- erfiðleika, og hefi sérstaklega i liuga kennara þá, er utan Reykjavíkur húa, og einkum ])á sem dvelja i strjálbýli og á afskekktum stöðum. Tillaga mín er þessi: Kennarar þeir, sem ekki liafa tök á að afla sér fram- lialdsmenntunar með utanför, fái leyfi kennslumálastjórn- arinnar til að dvelja sem gestir, á starfstima skólanna, við skóla innanlands, sem vitanlegl er að liafá næg kennslu- tæki og góðum kennurum á að skipa, og sé árlega í fjár- lögum áætluð nokkur upptiæð lil að greiða ferðakostnað og aukakennslu vegna fjarveru þcirra kennara, er dvalar- leyfi fá. Kennararnir haldi sínum launum. Ætti þátltaka liins opinhera að vera svo rífleg, að gestunum gæí'ist kost- ur á tveggja til þriggja mánaða dvöl. Eg hefi hugsað mér að gestirnir dveldu helzt við eftirtalda skóla: Barnaskól- ana í Reykjavík og á Akureyri, æfingabekk Kennaraskól- ans, og svo við fremstu heimavistarskóla í sveit, er ein- Iiver nýmæli heföu reynt, og sýnl góðan árangur, og hefi ég ])á sérstaklega i huga Reykjanesskólann af þeim skólum, er nú starfa í sveit. Er það alkunna, að við alla þessa skóla sem eg hefi nefnt hér, og marga aðra skóla hér á landi, starfa kennarar, sem eru vel menntaðir i sínu starfi, sem liafa um mörg ár fylgzt með helztu nýmælum á sviði uppeldismála, og gætu vel verið til fyrirmyndar öðrum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.