Menntamál - 01.09.1936, Side 17

Menntamál - 01.09.1936, Side 17
MI5NNTAMÁL 95 barnsins óhjákvæmilegt skilvrði fyrir sannri göfgi og gæfu hins fullorðna. Þennan skilning hefir oft skort tilfinnanlega í heima- uppeldinu. En þar sem þekkinguna þraut, tóku við hjá- trú og liarðýðgi, Grýla og vöndurinn. Áhrif hjátrúar- innar i íslenzku heimauppeldi eru augljósastur vottur þess, hve ratvis fávizka og þekkingarleysi eru á þaö, sem verst má gegna. Einmitt á einþykkniskeiðinu hefir barn- ið sterka lmeigð til lijátrúar. Hinn torskildi heimur virð- ist því í'ullur töfra og kyngis. Eðlilegt Iilutverk uppeld- isins er að eyða þessari töfratrú, með þvi að efla skilning harnsins á umhverfi sínu og sýna því, að þar ríld föst lögmál og rök, en engir töfrar. Fávisir foreidrar gerðu liið gagnstæða, og varð mikið ágengt. Eins og allir vita, er það engin nýlunda á íslandi, að fílelfdur karlmaður þori ekki um þvert liús að ganga, er rökkva tekur. Sag- an af „Sigurði formanni“ er enginn uppspuni, heldur blá- kaldur veruleiki úr lifi þjóðarinnar. Drauga- og djöfla- trú sú, er hörnin drukku í sig með móðurmjólkinni og æ verður þjóð vorri til tjóns og smánar, nærðist ekki sízt á þekkingarleysi foreldra um sálarlíf og uppeldi harna sinna. Nú er tími til kominn, að menntamenn þjóðarinnar frelsi mæður frá þeim óvitsglæp, að blanda hrjóstamjóllc sína eitri hjátrúarinnar. Ef vér viljum eiga framtíð sem sjálfstæð menningarþjóð, verður að gerast gagnger hreyt- ing á nppeldinu. Ekki hjátrú og hindurvitni, ekki áslriðu- þrungnar og' ógöfgaðar tilfinningar eiga að ráða í upp- eldisstarfi voru, heldur skilningur, þekking og ábyrgðar- vitund. íslenzkar mæður og feður eiga kröfu til þess, að verða frædd um sálarlíf harna sinna og beztu upp- eldisaðferðir. Iiver móðir verður að eiga þess kost, að frjógva og göfga ást sína með því að afla sér hagnýtrar þekkingar um harn sitt. Iiún þarf að þekkja möguleika uppeldisins og einnig takmörk þess. Menntunarhneigð

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.