Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 30
308
MENN'l'AMÁL
Gert er ráð fyrir, að 2 eða l'leiri hreppar sameinist um
byggingu skólahúss, þar sem það þykir henta.
Fræðsluráð, eitl fyrir liverja sýslu og hvern kaupstað,
liafa á hendi fjárúthlutun lil skólanna. Valdssvið skóla-
nefnda hefir nokkuð breylzt frá því sem áður var.
Samkvæmt frumvarpinu til fræðslulaga, eins og kenn-
ararnir gengu frá þvi, var skylt að stofna fræðslusjóði
og byggingarsjóði um sveitir landsins, ennfremur skyldi
iandinu samkvæmt frumvarpinu skipt í a. m. k. 0 eftir-
litsumdæmi og námstjóri skipaður yfir livert umdæmi.
Ollum þessum ákvæðum breytti alþingi í heimildir.
Fræðsluhéruðum.er samkvæmt lögunum heimilt að stofna
fræðslusjóði og byggingarsjóði og ríkisstjórn heimilt að
skipa námstjóra, þegar fé er veitt til þess á fjárlögum.
Þessar breytingar eru vitanlega mjög til bins verra. Enn-
fremur sú breyting, að valdið til að veita skólaliverfum
undanþágu frá skólaskyldu fyrir 7, 8 og 9 óra börn er
samkvæmt lögunum í höndum fræðsluráða í slað fræðslu-
málastjórnar, eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu.
Loks gerði frumvarpið uppbaflega ráð fyrir ])ví, að
lieimavistarskólar skyldu útrýma farskólum á næstu 10
árum allsstaðar á landinu. í lögunum er að visu ákveðið,
að í liverju skólaliverfi skuli byggja skólahús, en engin
nánari ákvæði um hvenær því skuli lokið.
Hin nýju fræðslulög eru þvi um sum mikilsverð alriði
allfjarri því marki, sem kennararinr settu með frumvarp-
inu. Allt um ])að getur kennarastéttin fagnað miklum
sigri með samþykkt laganna. Þau fela í sér mikla mögu-
leika til endurbóta á barnafræðshmni i landinu. Ennfrem-
ur hafa þau í för með sér nokkrar bráðabirgða kjarabætur
fyrir kennarana og loks er samþykkt þeirra mjög áþreif-
anleg sönnun fyrir áhrifamætti kennarasamtakanna.
Hin nýju fræðslulög eru mjög teygjanleg. Þau skapa
ný skilyrði og nýja möguleika, en hver hinn raunverulegi
árangur verður mun að mestu fara eftir röggsemi fræðslu-