Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 65
MENNTAMÁL
143
sníðast eftir íslenzkum staðháttum. En hitt er jafnvist,
að margt má læra af erlendri reynslu i þessum efnum.
Að sinni verður hér þó ekki gefin nein almenn lýsing
af erlendum lieimavistarskólum, heldur aðeins sagt frá
þeim með hliðsjón af umræðuel'ni þessarar greinar,
sjálfstjórn skólabarna.
Fyrst skal nefndur lieimavistarskólinn Ecole des Ro-
ches. Hann var stofnaður á Verneuil sur Arve á Frakk-
landi 1899 af félagsfræðingnum Edmond Demoliss. Hér
fer á eftir lýsing á stjórnarháttum Ecole des Roches,
eftir ritara skólans, samið sem svar við fyrirspurnum
Adolfs Ferriére 1919:
„Roches-skólinn er ekki beinlínis skólalýðveldi. Hon-
um er stjórnað af yfirmanni, skólasljóranum, sem sér
um framkvæmdir og samræmir allt skólastarfið. Skóla-
stjórinn hefir ekki einræðisvald. llann stjórnar með
aðstoð og tilstyrk kennara og nemenda.
Hver er hlutdeild nemendanna í þessu skólastarf i ?
Þessari spurningu verður bezt svarað með því, að at-
liuga livort á eftir öðru:
1. Hlutverk foringjanna.
2. Starfsemi nefnda meðal kennara og nemenda.
Flokksstjórnarfyrirkomulagið í Roches-skólanum var
tekið eftir enskri fyrirmynd. Þó var alls ekki líkt ná-
kvæmlega eftir enslcu skólunum, en sneitl hjá mörgum
göllum á fyrirkomulagi þeirra.
1 hverju húsi skólans er ákveðin tala foringja, einn
fyrir Iivern tug nemenda eða brot úr tug.
Foringjarnir eru útnefndir af skólaráðinu (i því eru
skólastjórinn, stjórnandi hvers húss (húsfaðir) og full-
trúar kennaranna). Þeir eru valdir meðal þeirra nem-
enda, sem hafa hezt áhrif á félaga sína, sem eru hvort-
tveggja í senn, færir um að gefa þeim gott fordæmi
og að öðlast trúnað þeirra. Foringja er aldrei þröngv-
að upp á félaga sína. Húsfaðirinn leitar að vísu ekki