Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL
115
En þetta er væntanlega aðeins stundarviðhorf, einskonar
vaxtarverkir,“ heldur Sjöholm áfram. „Og svo mikið er
vist, að við erum þegar komnir svo langt út á frelsisbraut-
ina, að það er ekki liægt að snúa lil sama lands aftur.
Kennslutæki, handhækur og önnur starfsskilyrði siðari
tima eru of viðurkennd og hagkvæm til þess að liætt verði
að færa sér þau í nyt. Það er því alveg víst, að lexíunámið
kemur aldrei aftur, og það sem unnizt hefir, mun liafa
varanlegt gildi.“
Við ræðum nú enn um stund um skólamál á víð og
dreif og skoðanir Sjöholms á ýmsum atriðum þeirra.
„Eg er svo hrifinn,“ segir hann, „af þessum ummælum
Westlings:
„Þegar gagnið sameinast gleðinni, þá verður lifið há-
líð.“
Hugsaðu þér annars,“ heldur Sjöholm áfram, „hvað
við kennararnir tökumst milda ábyrgð á hendur. Hvert
barn lifir sínu lífi aðeins einu sinni. Bernska þess kemur
aldrei aftur. Er ])ví ákaflega áríðandi að hjálpa þeim til að
gera liana sem fullkomnasta. Til þess þarf fyrst og fremst
gagnið, áhuginn og ánægjan að geta sameinast í námi
barnanna. Þegar talað er um ánægju og áhuga, þá táknar
það engan veginn það, sem venjulega er kallað skemmtun,
heldur hitt, að blundandi, innri kraftur sálar og líkama
leysist úr læðingi, en samfara því er gleði og fullnægjutil-
finning.
Kennarinn þarf að hafa fullkomið frelsi til þess að
vinna fyrir frelsi barnanna. Það gerir aftur þá kröfu til
lcennarans, að liann hafi víða útsjón yfir þarfir og tilgang
skólans. Hann þarf að liafa sáfræðilega innsýn, þekkingu
á lögmálum barnasálfræðinnar og yfirlit yfir uppeldis-
starfið i heild sinni. Skólinn má ekki vera of kaldur. Við
eigum að vernda það þjóðlega og taka það í þjónustu upp-
eldisins. Sömuleiðis að bera virðingu fyrir trúarbrögðun-
um, en forðast kennisetningar. Easlheldni við kennisetn-
8*