Menntamál - 01.09.1936, Side 72

Menntamál - 01.09.1936, Side 72
150 MENNTAMAL Háskólimi er raunverulega lokaður fyrir börnum alþýðu- manna og lægri miðstéttanna, vegna hins mikla kostnaðar við námið. Framhaldsmenntun og háskólanám eru sérréttindi barna hinna auðugu. (Glos Nauczyoielski, No. 2(i, marz, No. 32, Apríl 193(5). SVÍbJÓÐ. Hækkun skólaskyldualdurs. — Skólaskyida er nú sjö ár fyrir börn í Svíþjóð, samkvæmt nýjustu lögum. Kennarastéttin í Svíþjóð hefir fagnað þessu ákvæði. Launamál kennara verða lögð fyrir Ríkisdaginn 1937. lvenn- arasamböndin hafa barizt fyrir því i 15 ár, að launalögin yrðu endurskoðuð. Barnakennarar óska að verða teknir í tölu opinberra starfs- manna. (Folkskollararnás Tidning, 6. Mai 193(5). UÚSSLAND. Hækkun kennaralauna. Sljórnin í Rússlandi hefir ráðið að hækka laun kennara. I.aun þeirra voru áður frá 125—375 rúblur á mánuði, en verða nú frá 2 1 5—(500 rúblur á mánuði. Launin greinast í ýmsa flokka, eftir því hvar kennarar vinna. Mánaðarlaunin fara eftir menntun kennarans, lengd starfs- tíma og þeirri námsgrein, er hann kennir. Launin hækka eflir 5 og 10 ára þjónustu. Laun þess kennara, er unnið hefir i 25 ár eru 10% hærri en þess, sem hefir unnið 10 ár. Byrjunarlaun eru miðuð við 4 stunda kennslu i 4 neðstu bekkjum, eða 3ja stunda kennslu í efri bekkjum. Greitt er sér- staklega fyrir aukastundir. í sérskólum eru launin hækkuð um 25%. Launahækkun frá 10% til 50% er veitt kennurum, sem starfa í afskekktum héruðum. Tilskipun frá 31. janúar 193(5 stefnir að því, að koma í veg fyrir að seinkað sé launagreiðslum til kennara. Hún felur i sér liótun um lækkun í tign eða brottrekstur þeirra embættismanna, sem gera sig seka í þvi að fresta greiðslum á kennaralaunum. (Prawda og Izveslia, Apríl 193(5). SPÁNN. Frá kennarastéttinni. Kennarasambandið á Spáni, sem er með-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.