Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL
89
II.
Af ofanskráðu kynni einhver að draga þá ályktun, að
heimauppeldið væri fullkomið og einhlítt og þyrfti því
livorki endurbóta né aðsloðar við. Rikinu bæri að visu að
annast lífsskilyrði og viðhald fjölskyldunnar, en uppeldis-
starfið ætti það að láta afskiptalaust í höndum foreldr-
anna. Hin eðlilega uppeldisvitund fjölskyldunnar og
menntunarandi þjóðarinnar myndu hezt sjá uppeldinu
borgið. Slík ályktun væri mjög grunnfær! Eins og að ofan
er getið, eru menntunaráhrifin ávallt tvennskonar: Mark-
ræn og starfræn. Hin markrænu eru algerlega hlutræn og'
komast aðeins til vitundar í skynseminni. Hin starfrænu
verða aðeins skilin í sambandi við vitundarviljann.1) Sér-
firrð óskmynd þjóðmenntunar beinir að sér vitundarvilja
einstaklingsins. En það er undir Joessum vilja sjálfum
komið, Iivort hann keppir að markinu, og undir hæfileik-
um hans komið, hvort hann nær því. Því er það ríkisvald-
inu sjálfskylda, að örva uppeldishneigð og frjóvga uijpeld-
isvitund einstaklingsins.
Ljósara verður þetta, cl' vér litum á hina hagsýnilegu
Iilið málsins. Samfara æxlunarhvöt foreldranna er fóstur-
þrá, sem gagnvarl verðandi siðgæðisvitund barnsins birtist
sem uppeldisskylda. Mestu uppeldisfræðingar heimsins
líafa ávallt vitað, að móðirin er barninu hæfastur og
áhrifarikaslur meuntgjafi. Nægir í þessu sambandi að
minna á Pestalozzi og Fröbel, sem báðir líta á uppeldis-
starf móðurinnar sem þungamiðju allrar menntunar.
Það er eftirlektarvert fyrir oss, að lífsstarf þessara uppeld-
isfrömuða beindist aðallega að ])ví, að gera heimilið sem
hæfast lil menntunarstarfsins. Það er í raun og veru æðsta
skylda þjóðheildarinnar, að veita mæðrum og feðrum seni
*) ÞaS er eklci ætlun vor, að leysa liér úr þeirri ráðgátu,
hvort fr.jáls vitundarvilji sé til eða ekki. í raun og veru eru í
hverju starfi markræn áhrif ofin saman við frjálsa ákvörðun
vitundarinnar og orsakarök verkefnisins.