Menntamál - 01.09.1936, Page 35

Menntamál - 01.09.1936, Page 35
MENNTAMÁL 113 einnig annarstaðar á Norðurlöndum. Flest námskeið Sjö- holms hafa auðvitað verið haldin i Svíþjóð, en hann liefir einnig haldið námskeið i Noregi, Finnlandi, Eistlandi og nú síðast á Islandi. I Dam,nörku hefir hann einnig haldið fyrirlestra um barnalcennslu, eitt sinn t. d. 4 í senn á sama stað. Nú berst talið að skólamálum Svía, einkum innri starfs- liáttum barnaskólanna og ríkjandi stefnum. „Eg get fullyrt," segir Sjöbolm, „að i Sviþjóð vakir nú mjög almennur áhugi fyrir endurbótum á vinnubrögðum barnaslcólanna og stefnir tvimælalaust i þá átt að auka atliafnalif harnanna. Upj)hal' þessarar lireyfingar má rekja lil smábarnaskólanna, sem tóku gagngerðum breytingum á fremur skömmum tima. Átthagafræðin varð þungamiðja skólastarfsins, og hún var kennd á svo hlutrænan hátt, að börnin komust eigi hjá þvi að taka lifandi þátt í náminu. Frumkvæðið að þessari hreyfingu átti N. O. Bruce, þá barnakennari, en nú háttsettur maður í fræðslumálastjórn Svia (Undervisningsrád). Þessi stefna Bruce og samherja hans ruddi sér brátt meira og meira til rúms. Þegar ménn sannfærðust um, að börnin liöfðu ánægju af og áhuga á hinum hlutrænu vinnubrögðum átthagafræðinnar, þá yfirfærðust þau smátt og smált til annara greina og skólaflokka. I Sviþjóð þróaðist þessi hreyfing á eðlilegan hált, án sérstakrar byltingar, í áttina til vaxandi frelsis. Kom þar aklrei til samskonar skyndilegrar gerbreytingar eins og sumstaðar annarstaðar, svo sem i Þýzkalandi og víðar. Eigi að siður kom hinni þjóðlegu skólahrcyfingu mikill styrkur frá nýskólalireyfingu annara landa. Einkum hafa áhrifin verið mikil og farsæl frá Englahdi og Ameríku. Sænskir skólamenn liafa dáðst að Ameríku, þar sem réynt hefir verið að sameina mikinn námsárangur og frjálsleg vinnuform í skólunum. I því sambandi berst talið að Winnetka skólakerfinu. En í Winnetka hefir sennilega, 8

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.