Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 56
134
menntAmál
stendur í þessari grein, en það er þá af þvi, að þið skiljið
vitleysuna. Svo almáttugur er skilningurinn, að jafnvel
vitleysuna er hægt að skilja.
Minnið skuluð þið hafa í heiðri, og ekki leggja það
við liégóma og hafa það eitt orðrétt eftir, sem á þann
lieiður skilið. En það sem að stíl og efni skarar fram úr,
skal líka lært. Það auðgar manninn að máli, smeklc og
hugmyndum, og á sinn þátt í að skapa hann í mynd
þess, sem hann dáir og þráir.
V.
Mikið af námsárunum fer í bóklestur. Það er því auð-
vitað, að það er ekki sama hvernig er lesið. Ég á ekki
við hvernig sé lesið í hevranda hljóði. Lestur getur þýtt:
liúslestur, og þá var lesið hátt með sínu lagi, og i harna-
skólunum var til skamms tíma lesið hátt — með mis-
jöfnu lagi. En nú er sem betur fer farið að tíðkast liljóð-
lestur og hraðleslur, þó því sé misjafnlega tekið. En nú
á tímum hins jirentaða syndaflóðs er hljóðlestur yfir-
gnæfandi í daglegu hfi og hraðlestur nauðsynlegur. Það
er jafnvel nauðsynlegt að gela lesið svo hratt, að vitundin
slöðvist ekki við annað en það, sem lesandann varðar
um. Hinn góðfúsi lesandi cr úr sögunni, sem af einskærri
kurleisi við höfundinn og lotning fyrir prentlistinni ekki
vill missa af einu orði, sem prentað stendur. Lesmálið var
líka verðmætara i þvi, sem skrifað stóð.
Það er ótrúlegur munur á leshraða, og þó er ekki talið
að athyglin og skilningurinn fari aðallega eftir þvi, hvort
hratt eða hægt er lesið. Einn nemandi getur lesið sexfallt
hraðara en annar með jafngóðum árangri. Það er því
mjög mikilsvert að auka leshraðann að því marki, sem
athyglin ])olir. Hægur hljóðlestur á rót sína að rekja til
hálesturs, eða öllu heldur til ofnáins sambands á milli
tals og lesturs. Þeir lesa hægast, sem nnildra eða hreyfa
varirnar til að niá hverju hljóði. Og þó ekkert hljóð heyr-