Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 15
MENNTÁMÁL
93
skilja nauðsyn þjóðarinnar og opna alþýðu fjársjóði
hinnar dýrmætu þekkingar.
Það er ekki tilgangur þessarar greinar, að Ieggja for-
eldrum nein ráð um uppeldi barna sinna. Hún vill aðeins
vekja áliuga fyrir gildi heimauppeldis yfirleitt og þeirri
nauðsyn, að bæta úr hrestum þess. Eftirfarandi staðreynd-
ir úr sálarlifi barnsins eiga því aðeins að sýna fram á
nauðsyn árvekni og þekkingar foreldranna í uppeldis-
starfinu. Þær eru órækar sannanir þess, hve afar-þýð-
ingarmikið og vandasamt uppeldisstarfið er.
Á 3ja—4ða ári hefst nýtt skeið í þroskun harnsins:
Hið svonefnda einþykkniskeið. Foreldrar verða þess var-
ir, að á þessum aldri tekur barnið fyrsl að ganga sínar
eigin götur. Það reynir að fá vilja sínum framgengt, þótt
hann fari i hága við vilja og venjur foreldranna. Ef við-
leilni þessi er mjög sterk og ósveigjanleg, nefnist hún
þrái eða þrjózka. Þykir hún löstur, er engu góðu spái
um framtið barnsins. Ilið eðlilega einþykknisskeið helzt
til 8 ára aldurs. Ef foreldrar vanrækja uppeldið á þessu
skeiði, verður einþykknin að harðvítugum þráa, sem erf-
itl er að fást við. Síðar er þá venjulega tekið það neyð-
arúrræði, að hrjóta hann á hak aftur, miskunnarlaust og
hugsunarlaust. Slíka foreldra skyldi því eigi undra, þótt
árangurinn samsvari skilningi þeirra og nærgætni! í raun
réttri skilja fæstir foreldrar hið dýpra eðli og lilutverk
einþykkninnar í heildarþroskun harnsins. Þeir vita ekki,
að einþykknin er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir þroskun
sjálfstæðra siðgæðisvitundar. En þannig er þvi þó varið.
í einþykkni harnsins hirtist vaknandi siðgæðisvitund þess,
rétt eins og vaknandi málvitund þess hirtist fyrst í tor-
skildu hjali og afbökuðum orðum. Andstæðurnar gegn
siðgæðisvitund og siðferðisskoðun fullorðinna eiga rót
sína að rekja til þess, að siðgæðisgildi harnsins eru ger-
ólík siðgæðisgildum fullorðinna. Því rikja mótsetningar