Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 74
152
MUNNTAMÁL
nauðsynin á því, að hefja sönginn í þann virðingarsess, seni hon-
um ber i skólunum.
Féiagið væntir þess, að allir barnakennarar, sem stunda söng-
kennslu, sjái sér hag í þvi að styðja félagið. En aðrir kennarar
ættu einnig að gefa gaum að störfum þess. Um inntökuskilyrði
í félagið segir svo í lögum þess: „Sérhver söngkennari, sem lokið
hefir kennaraprófi og er kennari við opinberan barnaskóla, sem
studdur er af ríkinu, getur orðið félags'maður, þó svo, að hann
hafi minnst í eitt ár haft á hendi söngkennslu við barnaskóla.“
Auk þess eru reglur um aukafélaga. Stjórn félagsins skipa: Frið-
rik Bjarnason söngkennari í Hafnarfirði, formaður, Jón ísleifs-
sön söngkennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík, gjaldkeri, og
Páll Halldórsson söngkennari við Austurbæjarskólann í Reykja-
vík, ritari. Eru þeir fúsir til að veita allar nánari upplýsingar
um félagið, einnig hverskonar upplýsingar um þessi mál, sem
þeim er unnt. ■* P. H.
Leiðbeiningabækur lianda kennnrum.
Fram á siðustu ár hefir sú trú ríkt í skólamálum vor íslend-
inga, að hver maður gæli að sjálfsögðu kennt öðrum það, sem
hann kynni sjálfur. Vér þékktum ekki þann vanda, sem felst í
því, að kenna öðrum. Þótt flestum fyndist, að kennarinn yrði
:ið bera nokkurt skyn á það, sem hann kenndi, var hinu enginn
gaumur gefinn, hvort hann kynni að kenna eða ekki. Kennslu-
kunnáttan var allsendis ójjekkt hugtak og er það lijá mörgum
enn í dag.
í samræmi við þennan ágalla kennslunnar cr líka sá brestur,
sem mest er fundinn til foráttu hinum svo kallaða „bókskóla".
Hann vill veita nemendum sem mesta jmkkingu, en mistekst það,
af því að starfsaðferðir hans eru ekki í samræmi við jmoskastig
barnanna. Bókskólanum sést jafnvel yfir hinn auðsæjasta til-
gang námsins. Nálægt 90% allra skólabarna eiga síðar að vinna
fyrir sér með höndunum, ]). e. stunda erfiðisvinnu. Samt kennir
bókskólinn þeim, eins og þau ættu að verða vísindamenn. Þetta
ósamræmi milli námsþarfa og kennsluhátta hlýtur að hefna sín
á öllum þorra barna. Þótt skólarnir tækju við vel gefnum börn-
um, skiluðu þeir aftur klaufskum og fákunnandi unglingum — í