Menntamál - 01.09.1936, Side 52
130
MENNTAMÁL
að heyra í byrjun skólavistarinnar, því nú er honum ætl-
að að eiga mestan þátt í uppeldi sínu sjálfur. Án þess
kemur viðleitni annara ekki að verulegum notum. Þær
hugleiðingar, sem fara liér á eftir, eru aðeins brot af
því, sem ástæða er til að tala um við nýsveina og ung-
meyjar við byrjun skólaársins. í þeim stíl er nú víða rætt
við nemendurna. Þeir eiga rétt á, að talað sé við þá eins
og fullorðna, því á þann liált verða þeir helst frjálsir og
fui'lvalda.
II.
Námsárin ráða miklu um framtíð ykkar. Þið eruð nú
frjálsari um námið en nokkru sinni áður. Og máske frjáls-
ari en að loknu námi. En frjálsræðið er ykkur gefið til
að geta þroskast sem bezt í samræmi við tillineigingar
ykkar og hæfileika. Réttindi ykkar eru um leið skyldur,
„Þekldu sjálfan þig“, er gömul kenning, sem gildir enn.
Námið er alll fólgið í eftirtekt, æfingu, umgengni, sam-
tölum og leslri. Þið þurfið að gera ykkur grein fyrir gáf-
um ykkar. Allir liafa einhverjar gáfur, og þær þurfið
þið að finna með skólans hjálp. Allir hafa skilningarvit.
Augað, eyrað og tilfinning eru misjafnlega næm, eða hug-
urinn, sem á hak við er. Það er gott að þið gerið ykkur
Ijóst, hvert er ykkar bezta skilningarvit. Það liefir áhrif
á, hvernig þið getið bezt hagað náminu. Bókin er ekla
allur skólinn, og ekki kennarinn heldur. Þið verðið að
starfa sjálf, til að Iiafa full not af námsárunum. En í því
að starfa sjálf felst það, að velja sér viðfangsefni, draga
sjálfstæðar ályktanir og ganga með áhuga að liverju verki.
Ef ykkur leiðist við námið, þá er það ekki alltaf sök
kennarans. Það stafar oftar af ykkar eigin framtaksleysi.
Gerið ykkur Ijóst al’ Iiverju þið hafið mest gaman, af
því sem gildi hefir fyrir framtíðina. Og gefið ykkur hisp-
urslaust að ])ví. Áhuginn á að ráða mest um það, hvaða
verkefni þið veljið ykkur í lífinu. Hann veldur jafnvel