Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 3
Menntamál XV. ár. Sept.—Desember 1942 Freysteinii Crimnarssoii finiiiitugur Þann 28. ágúst stöastlið- inn varð Freysteinn Gunn- arsson, skólastjóri kenn- araskólans fimmtugur. Freysteinn er Árnesingur að ætt og uppruna. Hann lauk prófi frá kennaraskól- anum vorið 1913. Sama haust settist hann í 4. bekk menntaskólans og tókstúd- entspróf vorið 1915. Síðan hóf hann guðfræðinám í Háskóla íslands og lauk prófi þaðan vorið 1919. Svo kenndi hann y2 vetur við Flensborgarskóla eða þar til hann fór utan til framhaldsnáms. Kynnti hann sér eink- um skóla- og kennslumál á Norðurlöndum og Þýzkalandi. Freysteinn kom aftur 1921 og varð þá um haustið kennari við kennaraskólann. Aðalkennslugrein hans var íslenzka eins og verið hefur æ síðan. Síðan 1929 hefur Freysteinn verið skólastjóri kennaraskólans. „Djúp vötn hafa minnstan gný“, segir máltækið. Þetta á vel heima um Freystein Gunnarsson. Hann starfar í kyr- þey að velferð kennaraskólans og þeirra er þar starfa og nema. Þeir nemendur kennaraskólans, sem nutu samtímis

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.