Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 26
88 MENNTAMÁL klambrar honum „einhvernveginn" saman, fær engin mál til að falla rétt, og kassinn verður annað hvort of víður eða of þröngur, of djúpur eða of grunnur og ef til vill hornskakkur og skældur í þokkabót. Brúðukjóllinn, sem skakkt er sniðinn og illa saumaður, fellur aldrei að bol brúðunnar, en ber handbragði telpunn- ar, sem gerði hann, illt vitni, á meðan hann endist. Barn- ið, sem vinnur illa og vanhirðir garðbeðið sitt, fær litla uppskeru og lélegan ávöxt. Af ávöxtunum skulu þér þekkja þá! Verkið lofar meist- arann, en lastar fúskarann. Svo hér, í heimi barnanna, sem annars staðar. Árangur, eða útkoma sérhvers starfs, andlegs eða líkam- legs, svarar ætíð til þeirrar orku, þekkingar og alúðar, sem í það er lagt. En munurinn á þeim vanda, að meta afköst handræns starfs og andlegs, er oft ýkja mikill. Handræn afköst eru, eins og áður segir, að jafnaði auðmetnari, sýni- leg, áþreifanleg, veganleg eða mælanleg. En mat á gildi andlegra afkasta er oftast vandasamt mál og flókið og mjög háð þekkingu, skarpskyggni og persónulegu viðhorfi dómarans. Hver, sem vill, getur sannfærst um þetta með einfaldri tilraun. Látið t. d. nokkra 10 ára gamla drengi saga jafn stóra búta af ferstrendri stöng. Látið þá síðan sjálfa dæma um vinnubrögðin. Ég hefi sannprófað það, að flestir dreng- ir með meðalgreind sjá mjög fljótt alla helztu kosti og galla vinnunnar. Látið síðan sömu drengi skrifa stíl, t. d. um ferð, sem þeir fóru í fyrrasumar. Lesið svo stílana fyrir þeim og lofið þeim að dæma. Ég get fullvissað ykkur um það, að lítið muni fara fyrir hlutlægninni í dómunum þeim, enda ekki von til þess. — Metið svo stílana sjálf og dæmið nú rétt og af fullkominni hlutlægni (málfar, setningaskipun, stafsetn- ingu, skýrleik hugsunar og athugana o. s. frv.). Ég fyrir mitt leyti, öfunda engan af því starfi. —

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.