Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 6
68 MENNTAMÁL í. Þeir fá skólahúsið fullgjört, og oft hefir enginn skóla- fróður maður verið spurður ráða um fyrirkomulag þess. Það er líka næsta algengt, að skólastofur séu harla óhent- ugar, og i engu sniðnar við hæfi nútíma vinnubragða við kennslu og nám. Þær eru oft alltof þröngar, og í ýmsum nýlegum húsum eru stofurnar aflangir ranghalar, þar sem er klippt og skorið rúm fyrir skólaborð barnanna, og kennaraborð, þegar bezt lætur. Aðeins hægt að ganga milli borðaraðanna, og þó ef til vill með því móti einu, að renna sér á rönd. Stundum geta nemendur ekki komizt að sæti sínu né frá því, nema aðrir nemendur víki úr sætum sínum fyrir þeim. Stofan er sniðin fyrir orða- kennslu og lexíunám, yfirheyrslur og samtal kennara og nemenda, en annað ekki. Þar er ekkert olnbogarúm til starfa, ekkert rúm til að geyma í þá hluti, sem telja verð- ur óhjákvæmilegt að hafa í nútíma kennslustofu: bóka- safn, vinnuefni, áhöld, fullgjörð verk o. s. frv. — Þá eru skólaborðin misjöfn, og víða ekki á marga fiska. Er hrein furða, við hvílík ósköp margir íslenzkir kennarar verða að bjargast í því efni — og hvað ýmsir þeirra láta bjóða sér! Sjálfsagt verður að notast við þær kennslustofur, sem til eru, ef þær eru nothæfar, enda þótt betra væri æski- legt. Og þá er að gjöra svo gott úr þeim, sem verða má, útbúa þær sem heppilegast og haganlegast. Skal nú leit- azt við að benda á ýmislegt það, sem verða má til hollustu og yndisauka, hagræðis og verkdrýginda um útbúnað kennslustofunnar. Þrjár kröfur verður að gjöra til kennslustofu: 1) Að hún sé þannig úr garði gjörð, að heilbrigði nemenda og kenn- ara sé þar í engu misboðið né spillt. — 2) Að svipur hennar og útlit hafi þægileg áhrif á nemendur og kennara, svo að þeir uni sér þar vel og þeim líði notalega. — 3) Að þar sé við höndina það, sem nota þarf við skólavinnu, nám og kennslu, og þannig fyrir komið, að verkin gangi sem greið- ast. Skal nú hvert þetta atriði rakið fyrir sig.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.