Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 79 í myndir frá Norðurlandi, Suðurlandi, af þjóðháttum og menningu o. s. frv. Af erlendum myndum gæti hvert land verið sér, listaverk sér o. s. frv. — Þá mætti safna glöggum og fróðlegum myndum af stöðum, mönnum, listaverkum, byggingum, dýrum o. m. fl., sem klipptar væru úr blöðum, ferðaskrifstofupésum o. fl. þh. Þyrfti þá að líma slíkar myndir upp á „karton“-spjöld (öll jafnstór, t. d. 12X15 cm.), en þau má fá í prentsmiðjum, skorin í hæfilega stærð. Myndirnar þyrfti svo að flokka og geyma í skúffu, á sama hátt og lýst er um bréfspjöldin. Þá er mjög mikils virði, að hafa í skúffu í bókaskápnum spjaldskrá til þess að finna eftir hvers konar fróðleik í bókasafni stofunnar. Er spjöldunum raðað í stafrófsröð eftir leitarorðum, sem rituð eru skýrt á þau í hornið efst til vinstri. Nú er t. d. Kína leitarorð á spjaldi. Er þá skráð á það spjald, í hvaða bókum og á hvaða blaðsíðum þeirra er að finna fróðleik um Kína, ferðasögur eða myndir það- an o. s. frv. Það er þroskandi og ágæt skólavinna, að búa til slíka skrá, og mætti láta duglega nemendur vinna að því í ígripum á löngum tíma. Þá ætti að vera dálítið náttúrugripasafn í hverri kennslu- stofu. Er bæði söfnun gripanna, og svo notkun þeirra í kennslustundum, stórum mikilsvert þroskameðal. En hér yrði of langt mál, að fara út í söfnun, meðferð og geymslu náttúrugripanna. Ræða mætti um fleiri söfn í skólastofunni, til gagns og skemmtunar. En hér skal staðar numið. Verður ef til vill tóm til þess síðar, að ræða það efni rækilega. Ef nægir skápar eru við norðurvegg kennslustofunnar, þarf þá enga við austurvegg. Væri hann þá auður, og hægt að hengja þar myndir og kort til prýði, eins og rætt er um hér að framan. í suðausturhorni stofunnar, milli horns og austasta glugga, gæti komið sér vel að hafa dálítið smíðaborð, með áhöldum og efni til aðgjörða og smárra smíða. Undir borð-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.