Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 28
90 MENNTAMÁL veldara að temja börnunum hlutlæga starfshætti (ná- kvæmni, samvizkusemi, vandvirkni o. s. frv.) við nám í málfræði en t. d. við samning stíla (að ég nú ekki minn- ist á orðavaðalsritgerðir um jafn óhlutkennd og fráleit við- fangsefni og „gleði“, „von“, ,,leti“ og þvíumlík, sem ég veit, að börnum eru stundum gefin). Reikningur er sú af bóklegum greinum barnaskólans, sem bezt er fallin til að þroska með barninu skýrleik í hugsun, sannleiksást, hlutlægni, samvizkusemi og ná- kvæmni í starfi. Reikningsdæmið gerir alveg ákveðnar kröfur til barnsins og vinnubragða þess. Lausnin er ann- að hvort rétt eða ekki rétt. Það gagnar ekkert „hér um bil“. Reikningur er einnig hliðstæður verklegu námsgreinunum í því, að í lausn dæmisins fellst ótvíræður dómur um þann, sem dæmið reiknaði. Munurinn er helzt sá, að miklu færri börn eru hneigð til reiknings en verklegs náms. Gild rök mæla með því, að þessar þrjár greinar, móður- málið, reikningur og skrift, skuli skipa sæti höfuðgreina í hverjum barnaskóla. En því miður er oft kastað höndum til kennslunnar í þeim, — börnunum til stórtjóns og tafar. Er mikil þörf gagngerrra umbóta hér. — Með tilvísun til alls þess, sem nú hefur verið sagt um eðli verklegs náms og gildi þess fyrir þroska barnsins, tel ég, að það fullnægi öllum þeim skilyrðum, sem gera beri til höfuðgreina, og er þá tími til kominn að hefja það upp í það sæti, sem því ber, og skipa því á befc/c með hinum þremur höfuðnámsgreinum barnaskólans. Auk þeirra raka, sem áður er getið og að þessu hníga, má enn bæta mörgu við: Það er t. d. staðreynd, að langsamlega mestur hluti barn- anna hverfa síðar til starfsgreina, sem að öllu, mestu eða verulegu leyti eru verklegar eða handrænar (verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn o. s. frv. Heimilisstörf kvenna eru einnig að mestu verkleg). — Auk hins siðræna starfsþroska, sem verklega námið fyrst og fremst á að efla, veitir það

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.