Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 89 Þetta, sem nú hefir verið sagt, gefur bendingu um margt, sem til greina kemur við skipun barnaskólans og skóla- starfsins. Fyrst það, að hneigðir barnanna vinna með í verklega náminu, en ekki á móti þvi, og veit sérhver kennari, hve mikilsvert það er til góðs árangurs af náminu. Þá hitt, að börnum veitist margfalt auðveldara að meta réttilega handræn afköst en andleg, en rétt, hlutlægt mat á getu sína er vænlegra til þroska en flest annað. Hvað á þá að kenna? Vilji skólinn vera trúr köllun sinni sem menningarstofn- un, verður hann framar öllu öðru að veita börnunum hinn almenna undirbúning að framtíðarstörfum þeirra, hver sem þau kunna að verða, en undirbúningur þessi er fólginn í eflingu hins siðræna starfsþroska. En jafnhliða þessu verður hann líka að veita þeim stað- góða undirstöðu í þeim námsgreinum, sem nauðsynlegastar eru til öflunar mennta og eru þannig lyklar að þekkingu samtímans, en þær eru fyrst og fremst móðurmálið, reikn- ingur og skrift. Nú er svo um allar þessar greinar, að mestu veldur hver á heldur. Það er unnt að kenna þær allar svo, að hinum tvíþætta tilgangi skólastarfsins, hinum siðræna og vit- ræna, verð'i fullnægt. En vandalaust er það ekki. Verður mikils að krefjast af þeim kennara, sem þeim árangri vill ná. Hæfileikar barnanna og hneigðir ráða eigi minnstu um árangurinn, Þau börn eru til í flestum skólum, sem hafa upplag og gáfur til að stunda fræðilegt nám á hlutlægan hátt, og þarf enginn að örvænta um siðrænan starfsþroska þeirra, þótt námið sé eingöngu bóklegt. En þessi börn eru ekki mörg og má því ekki sníða heildar- skipun skólastarfsins við hæfi þeirra. Svo er líka mikill munur á námsgreinunum og jafnvel á einstökum þáttum sömu námsgreinar. Það er ólíkt auð-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.