Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 39
MENNTAMÁL
101
öðluðust við það, að lesa sögurnar sjálf og heyra þær
lesnar á hinu stílhreina fornmáli og drekka í sig anda
þeirra og efni. Ég fann, að það var eins og að berja
höfðinu við steininn að prédika fyrir börnunum og segja:
„Lesið þið fornsögurnar“. Ég minntist þess þá, að ekki
hafði ég sem barn farið verulega að lesa fornsögurnar, fyr
en ég hafði heyrt þær lesnar á kvöldvökunum. Ég fór
því sömu leiðina, og farið var með mig. Ég fór að segja og
lesa fornsögurnar í sérstökum tímum, sem nefndust á
stundaskránni „sögð saga“. — Venjulega hafði ég einn til
tvo tíma á viku og sagði langar sögur, sem entust mér tvo
til þrjá mánuði. Aðallega hefi ég sagt sögur, sem gerast
við Breiðafjörð og jafnan haft íslandskort við hendina.
Undanfarna vetur hefi ég sagt breiðfirsku sögurnar: Lax-
dælu og Eyrbyggju, og ennfremur Grettissögu, Njálu og
Gunnlaugssögu ormstungu. Oftast hefi ég lokið við að
segja tvær langar sögur á vetri hverjum, og læt svo líða
einn til tvo vetur, þar til ég segi þær aftur. Yfirleitt hafa
börnin hlustað vel á sögurnar og hlakkað til þessara tíma
og sum þau duglegustu hafa útvegað sér sögurnar og lesið
jafnóðum og ég hefi sagt þær, en nokkuð hefir borið á
því, að drengirnir hefðu meiri ánægju af þessum frásögn-
um en stúlkunar. Ég hef einnig reynt sömu aðferð með
úrvalsskáldrit. — í fyrra vetur sagði ég 12—13 ára börn-
um Vesalingana eftir Vigtor Hugo, öll 5 heftin með lítils-
háttar úrfellingum, og entist sagan allan veturinn með
einni stund í viku hverri, en oft voru mínúturnar í þeirri
stund ekki taldar, þar sem það var síðasti tíminn, og sögu-
hetjan oft stödd í alvarlegum mannraunum. Biskupinn og
Jean Valjean urðu lifandi persónur í huga barnanna og
þau töluðu um þá og framkomu þeirra í sögunni eins og
þau töluðu um foringja styrjaldarinnar. — Ég hefi líka
gert tilraunir með að lesa úrvals leikrit fyrir börnin. Und-
anfarna vetur hefi ég smátt og smátt lesið leikritin: Óska-
stundina, Fjalla-Eyvind, Nýársnóttina og Skugga-Svein.