Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL 69 n. Talið er, að kennslustofa megi ekki vera rnirini en svo, að 1,4 m- gólfflatar, og 5 m:i loftrúms (í smíðastofum 10 m3) komi á hvern nemanda. Gluggar eiga að vera hátt, svo að minna gæti skugga, og birtan að koma á vinstri hlið nemenda. Talið er slæmt, að gluggar séu á bakvegg kennslustofu, gegnt sæti kennara. Er það bannað í sumum löndum, einkum vegna spjalla, sem það gjörir á sjón kennara. Ef eigi er hægt að fá næga birtu frá gluggum vinstra megin við nemendur, má bæta það upp með birtu frá hægri, en jafnan verður hún að vera minni að magni, en birtan frá vinstri. Hér á landi er óhjákvæmilegt að nota ljós í kennslu- stofum í skammdeginu. Mikið er undir því komið, að vel sé vandað til upplýsingar kennslustofanna, því að hvort tveggja er, að sjón nemenda er hætta búin af að rýna í bækur og vinnu í slæmri birtu, og að hlífðarlaust ljós, sem nær að skína beint í augu nemenda, er sjón þeirra hættu- legt til lengdar. Koma skal ljósum svo fyrir í kennslustofum, að birtan komi til nemenda ofan að frá vinstri, nái vel til allra, og hvergi beri skugga á, þar sem sjá þarf til. Ef rafljós eru notuð (og þau eru raunar ein fullkomlega viðunandi), þarf birtan helzt að koma til nemenda við endurkast frá lofti skólastofunnar, eða gegn um móðugler eða mjólkurlita hlíf. A. m. k. ekki beint frá glærum glóðarlampa að augum nemenda! Framan við töfluljós þarf að vera hlíf, sem endurkastar birtunni á töfluna, en aftrar henni að skína beint framan í nemendur. Yfirleitt verður alltaf að gæta þess, hvers konar ljós sem notað er í kennslustofu, að næg birta, en ekki of skörp, falli á það, sem nemandi hefir með höndum, hvort sem bók er eða verk, en Ijósið skíni aldrei beint í augu honum. Líðan og námshæfni nemenda er mjög komin undir því, að hæfilegur hiti sé í kennslustofunni. Má þar hvorki vera

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.