Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 4
66 MENNTAMÁL kennslu þeirra síra Magnúsar Helgasonar og Freysteins Gunnarssonar, munu flestir hafa verið þeirrar skoðunar, að svo margt væri líkt um þessa tvo menn, að sjálfsagt væri, að Freysteinn yrði eftirmaður síra Magnúsar. Enda varð það svo. Síðan Freysteinn tók við skólastjórn haustið 1929 hafa ýmsar breytingar orðið á högum og háttum þjóðarinnar, en Freysteinn Gunnarsson stjórnar skóla sín- um alltaf með sömu festu, ró og prúðmennsku. Það, sem einkennir skólastjórn Freysteins er það, að enginn veröur eiginlega var við að hann stjórni. Er hann í því sem fleiru, líkur fyrirrennara sínum. Fyrir nokkrum árum var hér merkur sænskur skólamað- ur. Hann sagði m. a. um Freystein Gunnarsson, að Frey- steinn væri einn af þeim fáu mönnum, er hann hafði hitt á lífsleiðinni — en hún væri á sjöunda áratug — sem kynni þá dásamlegu list „að láta þögnina tala“. Freysteinn hafði verið leiðsögumaður Svíans á Þingvöllum. Þetta er góð mynd af því, hvernig Freysteinn er. Samverkamenn og nemendur hans hafa fundið það, hve gott er að vera og starfa með honum. í hópi vina og kunningja er Freysteinn vel séður gestur. Hnittin tilsvör hans, vísur og spaugsyrði hafa skemmt mörgum. Freysteinn er starfsmaður mikill, hvort sem hann er í skólanum eða með konu sinni og börnum í sumarbústað sínum í Hveragerði. Hann er löngu þjóðkunnur fyrir góða meðferð á íslenzku máli, hvort heldur er í bundnu máli eða óbundnu, ræðu eða riti. Það yrði of langt mál að telja hér upp allt, sem Freysteinn hefur ritað. Nemendur hans og fleiri kannast við námsbækur hans í íslenzku, dönsku orðabókina o. fl., börnin við barnabækurnar, sem hann hefur þýtt, söngmennirnir við söngljóðaþýðingarnar, sem sýna, að hann er „músíkalskur“ vel, o. fl. o. fl. Á afmælisdaginn sinn var Freysteinn ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað sínum, „Hverahlíð“. Kennarar og all-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.