Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 103 af þessum tilraunum mínum en þann, sem ég hefi þegar nefnt, að mörg einstök börn hafa útvegað sér sömu bæk- urnar og ég hefi sagt og lesið, og þau hafa lesið þær jafn- óðum og ég endursagði og las, — en ég hefi þá trú, að einhver þau fræ hafi fest rætur í þessum „sagnatímum“, sem ávöxt beri síðar til heilla okkar ástkæra móðurmáli. Og því hefi ég veitt athygli, að listræn og göfug fram- setning efnis, eins og t. d. í Vesalingunum og æfisögu frú Curie, verkar jafnvel á treggáfuð börn, svo að þau hríf- ast og njóta frásagnarinnar, þótt meiri hluti efnisins hljóti að vera þeim of þungskilið. — Ég vil því taka það aftur fram, sem ég minntist á hér fyr, að ekki þarf mjög að óttast það, þótt börn skilji ekki einstök orð í því sem þau lesa, ef efnið hrífur þau, þá skiljast orðin ósjálfrátt af sambandi efnis og orða, og þannig eykst orðaforði þeirra án sýnlegrar áreynslu. Lesefni barna þarf að vera listrænt og æfintýrakennt, og verka bæði á hrifnæmi barna og hugsun. Reynsla mín er sú að beztu listaverk nútímaskálda og fornsögur vorar, — þjóðsögur og æfintýri eigi enn greiðan gang til barnanna, og þroski þau meir en það lesefni, sem samið er sérstak- lega fyrir þau, þótt margt af því sé listrænt og vel fram- sett. Barnið þarf að finna undirstraum lífsins í því sem það les, þá verkar lesefnið á barnið og auðgar það að orðaforða og þroskar hugsun þess, en ef lesefnið snertir ekki þessa strengi, er það lítt þroskandi, og elur upp hjá börnum og æfir gutlkenndar hugsanir og grunnfærar ályktanir. Barnabækurnar eiga ekki að teygja sig niður til sljórra og latra barna, heldur með göfgi í efnisvali og hrífandi stíl að toga hin lötu og sljóu börn upp til sín í hæðirnar. Ég vil þá að síðustu draga saman þær niðurstöður, er ég hefi komizt að í þessum hugleiðingum. Mér virðist orðaforði barna fara minnkandi og beyging-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.