Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 50

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 50
112 MENNTAMÁL Laugarnesskólinn. Við tal á börnum í deildum skólans Um miðjan desember reyndust að stunda nám í skólanum alls 574 börn. Er það um hundrað börnum fleira en mest var í skólanum síðastliðinn vetur. Fastir kennarar skólans eru nú 10, auk skólastjóra og forstöðukonu heimavistar, en 6 stundakennarar starfa þar að auki við skólann í vetur. Húsnæðisþrengsli skólanna í Reykjavík er orðin mjög bagaleg. Hefur Skildinganes- skólinn haft verstan aðbúnað og ekkert fast skólahús, aðeins leigu- húsnæði í íbúðarhúsum, síðan skólinn var stofnaður árið 1936. Skóla- stjórinn, Arngrímur Kristjánsson, hefur látið í té eftirfarandi upp- lýsingar um aðbúnað skólans í húsnæðismálunum: Skólinn gat ekki tekið til starfa að þessu sinni fyrr en 10. nóv., og lágu til þess eftirgreindar ástæður: Aðalaðsetur skólans síðan 1936 hefur verið við Baugsveg 7, en það hús liggur sunnan til í skólahverfinu. Yngri börnunum af Holtinu hafði að vísu verið kennt í húsi við Smirilsveginn síðustu árin. Um miðjan aprílmánuð s. 1. barst bæjaiyfirvöldunum áreiðanleg vitneskja um, að enn fleiri hús yrðu rifin og flutt úr hverfinu, og sýnt þótti, að húsið við Baugsveg (syðra skólahúsið) yrði innikróað af rennibrautum. Var því ekki um annað að gera en flýja með skól- ann vestur með firðinum og út á Grímsstaðaholt, og var hafizt handa um það á áliðnu sumri. Enn er ekki til fulls lokið þeim breytingum og nýbyggingu, er gera þurfti, til þess að skólinn fengi á ný viðunan- legan samastað. Eins og að líkindum lætur, hefur skólinn beðið tilfinnanlega hnekki vegna þeirra hrakninga, er hér hefur verið lýst, og kennir þar um frumbýlingsskapar og ónógrar festu, og mun eðlilega engum vera þetta ljósara en skólastjórninni og starfsliði skólans. — Skólahús Miðbæjarskólans var upphaflega ætlað 600—700 börn- um; þar eru nú um 1500 börn. í Laugarnesskóla hefur kennsla fallið niður í nokkrum námsgreinum, sökum þrengsla. Og Austurbæjarskól- inn, sem er stærstur skóli á íslandi, er yfirfullur, svo að þrísetja verður í sumar kennslustofurnar. RITSTJÓRI: GUNNAR M. MAGNÚSS.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.