Menntamál - 01.12.1942, Side 12
74
MENNTAMÁL
kort, kennslumyndir, forteikningar o. þh. Oft er gott að
geta hengt upp teikningar nemenda og önnur blöð, sem
engir hankar eru á. Mætti þá að vísu næla blöðin með
teiknibölum í listann ofan við töfluna. Hitt er miklu betra,
að hafa nokkrar pappírsklemmur með fjöðrum við hönd-
ina, klemma það á blaðið og hengja síðan upp. Eins má
nota venjulegar þvottaklemmur með gormi, en til þess
þarf að vera borað gat á annað skaftið á þeim, svo að hægt
sé að hengja þær upp. Eins mætti auðvitað negla eða
skrúfa nokkrar klemmur hér og þar á töflulistann. Væru
þær þá jafnan til taks, er festa þarf upp hankalaus blöð.
Skýringarteikningar og forteikningar eru mjög þýðing-
armikið atriði í kennslu. Þær eru oft dregnar á svörtu
töfluna með hvítri eða mislitri krít, en þurrkaðar síðan
burtu, þegar lokið er notkun þeirra, eða nota þarf töfluna
til annars. — Stórum hagkvæmara er að draga slíkar
teikningar, a. m. k. þær, sem vandaðar eru og mikla hafa
þýðingu, á hvítan pappír. Teikningar á töflunni eru nei-
kvæðar, hvítar á svörtu, en nemandinn á hægra með að
skynja þær og skilja svartar á hvítu, og þannig teiknar
hann eftir þeim, ef það er gjört. Töfluteikningunni er
„tjaldað til einnar nætur“. Hún er þurrkuð burtu, jafn-
skjótt og lokið er við að nota hana, og jafnvel fyrr, ef
nota þarf töfluna til annars. Svo þarf að eyða verki í að
teikna nýja mynd, þegar næst þarf að skýra sama efni.
Ef teiknað er á pappír, endist myndin lengi, og má nota
hana aftur og aftur með sæmilegri meðferð. Teikna má
þannig fjölbreyttar skýringarmyndir og kort í öllum fræði-
greinum skólanna, en slíkt getur haft stórfellda þýðingu,
og verið vænlegra til skilnings en mörg orð.
Nota má ýmsar tegundir af hvítum, gljáalausum pappír
til þess að teikna á, jafnvel prentpappírsarkir. En bezt er
að hafa svonefndan ,,maskínupappír“, eða hvítan umbúða-
pappír, sem er gljáalaus og grófgjörður a. m. k. á annarri
hlið. Hvor tveggja þessi pappír fæst í rúllum. Langhágan-