Menntamál - 01.12.1942, Side 47

Menntamál - 01.12.1942, Side 47
MENNTAMÁL 109 sín við skylduna eina. Þeir mega ekki láta uppeldi ungling- anna, sem lokið hafa skólavist, afskiptalaust, helcLur laða þá og leiða að þroskandi og þjóðhollu samstarfi með félags- legri forustu. Kennararnir eru margir gamlir ungmennafélagar og þekkja áhrifamátt félaganna og uppeldisgildi af eigin raun. Því má ekki gleyma, að starfsemi ungmennafélaganna er tengt íslandi og íslenzkri þjóð traustum böndum, glæðir skilning æskunnar á því, hvað hún hefur erft frá fortíð- inni og hve dýrmæt sú arfleifð er, sem henni ber að vernda og skila aftur með ávöxtum í hendur hinna ófæddu. Ungmennafélögin eru því nauðsynlegur liður í uppeldi æskunnar, mikilsverður þáttur í því vandasama viðfangs- efni, að búa sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðrar- blett. Páll Þorsteinsson. A víOavan«*i Kennaraþing var háð í Reykjavík fyrstu viku septembermánaðar, eins og aug- lýst hafði verið. Þingið var fremur fámennt, en hafði til meðferðar mörg merk mál, t. d. byggingar skólahúsa, launamálið, barnabók- menntir o. fl. Stjórn S. í. B. var þannig skipuð eftir kennaraþingið: Aðalsteinn Sigmundsson formaður, Sigurður Thorlacius varaformaður, Ingimar Jóhannesson ritari, Jónas B. Jónsson vararitati, Pálmi Jósefsson gjaldkeri, Arn- grímur Kristjánsson varagjaldkeri og Gunnar M. Magnúss. — Þess skal getið, að Sigurður Thorlacius, sem um mörg ár hefur verið for- maður S. í. B. baðst undan endurkosningu í formannssæti, þar eð hann hefur nú á hendi formennsku í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, og er þar fulltrúi kennarastéttarinnar.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.