Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL
75
legast er, að koma pappírsrúllunni fyrir á föstu kefli neðan
við annan enda töflunnar. Þarf það að vera nál. 110 cm.
langt og um 10 cm. frá vegg. Er svo pappírsendinn dreginn
af rúllunni, upp- yfir töfluna, og festur þar, meðan teikn-
að er. — Ef hilla fyrir krít er undir töflunni, eins og lýst
er hér að framan, mundi hún spenna pappírinn frá töfl-
unni, og vera þannig til óþæginda, ef ekki væri sérstak-
lega um búið. Er þá um tvennt að ræða: Annaðhvort að
láta hilluna aðeins ná að keflinu, eða hafa bil milli hill-
unnar og töfludúksins, yfir keflinu, svo að smeygja megi
pappírnum gegn um það. Er sá kostur á síðari leiðinni,
að þá má leggja frá sér liti og önnur tæki á hilluna, á
meðan teiknað er. — Að ofan mætti svo hafa klemmur til
þess að halda pappírsendanum föstum. Einnig mætti hafa
bút af töflurammanum að ofan á hjörum, yfir keflinu og
jafnlanga því. Lokaðist hann þá (með snerli t. d.) yfir
pappírinn. Innan á þessum rammabút gætu verið gúm-
tappar, er héldu pappírnum föstum, með því að þrýsta
honum að töfludúknum eða veggnum. Taflan er ágætt
undirlag til þess að teikna á. Hver teikning (stærð t. d.
um 1 m'-’) er losuð frá lengjunni. Má gjöra það með því, að
rista með sæmilega beittum hnífi meðfram neðri töflu-
rammanum eða hillunni.
Bezt þykir mér að draga skýringarmyndir, kort og for-
teikningar, og skrifa skýringar á þær, með sverum, tré-
lausum blýanti (,,Perennial“, ensk tegund, „Progresso",
þýzk tegund, til í ýmsum litum), en lita síðan myndirnar
með hörðum, vaxlitlum krítarlitum (bezt „Illumina", sænsk
tegund). Nota má einnig algenga bláa og rauða blýanta,
og almenna krítarliti, sem eru ekki mjög vaxbornir. Einn-
ig má draga myndina með koli og lita hana með töflukrít,
en þá er hún laus á blaðinu, og vill þurrkast út, nema
hún sé fest. En það má gjöra með því, að sprauta undan-
rennu yfir hana með „fixativ“-sprautu.
Varla þarf að benda á, að kennari getur oft sparað sér