Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 44
106 MENNTAMÁL anna, er eigi framar skyldaður til náms. Hann er ekki held- ur skyldaður til þegnskaparvinnu í þarfir þióðfélagsins. Hann er frjáls borgari og fær að fara sínu fram innan þeirra takmarka, sem lög leyfa. Honum eru opnaðar dyrnar að starfssviði þjóðfélagsins. Hann öðlast smám saman meiri og meiri réttindi frá ríkisins hálfu. Hann fær rétt til að ráða eignum og til almennra viðskipta. Honum er síðar veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis og ýmissa annarra trúnaðarstarfa. Þessi réttindi eru alþýðu ómetanleg, en þeim fylgja nokkrar skyldur. Lýðræðið gerir aðstöðu þegnanna jafnari en ella, en reynir á áhuga, þekk- ingu og þroska þeirra. Bregðist þetta getur það orðið skríl- ræði. Til þess að vel fari, verður dómgreind kjósendanna að vera vakandi og afstaða þeirra að byggjast á vitrænu mati á málefnum. Hver alþýðumaður verður og að vera fær um að inna af hendi almenn félagsstörf, í barnaskólunum er ekki hægt að iðka almenna félags- starfsemi, nema að litlu leyti. Öll kennsla verður að vera sniðin eftir þroska nemendanna, ef vel á að fara. Frá bvi að fullnaðarpróf er tekið, þar til kosningaréttur er veitt- ur og kvöð skyldunnar kallar hinn almenna borgara til fé- lagslegra starfa, líður allt að áratugur úr æfi mannsins. Þótt undarlegt megi virðast, gerir þjóðfélagið harla lítið til að brúa þetta bil á þann hátt, að öruggt sé, að öllum megi að gagni koma. Á hinn bóginn er hætta á, að fullkom- inn stirðleiki skapist í félagslegri færni þeirra mörgu æsku- manna, sem ekki njóta framhaldsskólanna, ef ekkert er að gert. Víðtækur, þróttmikill og þjóðlegur æskulýðsfélags- skapur, sem sameinar hóflega alvöru og heilbrigða gleði, leysir bezt úr þessum vanda. Ungmennafélögin eru kerfisbundinn allsherjar félags- skapur æskunnar. Það eru félög frjálshuga æsku. Þau risu upp, þegar nýtt gróðrarskeið var að hefjast í þessu þjóð- félagi. Kynslóðin, sem þá var ung, fylkti sér saman um

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.