Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 49

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL 111 lokið fullnaðarprófi samkvæmt. 5. gr. fræðslulaganna eða burtfarar- samkv. 21. gr. sömu laga. — Þetta er yður, háæruverðugi herra, hér með til vitundar gefið til birtingar fyrir prestum landsins." Þetta tilkynnist skólanefndum og kennurum hér með. P. h. f. Helgi Elíasson. Austurbæjarskólinn. Samkvæmt nýjustu manntalsskýislum, sem skólinn hefur í höndum, eru skólaskyld börn í umdæmi skólans alls 2105. Af þeim eru í skólanum 1640 börn. Auk þess stunda nám i skólanum 120 börn úr öðrum skólahverfum. Alls eru því í skólanum 1760 börn. Önnur skólaskyld börn í skólahverfinu skiptast þannig: í öðrum lög- giltum skólum 224 böm, í sveit 88 börn, í tímakennslu 133 börn. Veik eru 177 börn, og 3 börn sækja ekki skóla, sökum vanrækslu heimilanna. Skildingarnesskólinn. í Skildingarnesskóla eru nú innrituð' 202 börn, og er það um 90 börn- um færra en skólaárið 1939—40, en það ár voru skólaskyld börn í hverfinu orðin 315. Við skólann starfa nú 6 kennarar, auk eins stunda- og forfalla- kennara. Skólinn hefur nú kennsluhúsnæöi í bæjarhúsunum við Smirilsveg 29. Miðbæjarskólinn. Skólaárin 1941—’42 og 1942—’43. Haustið 1941 tók skólinn til starfa laust eftir miðjan október og var lokið 30. apríl 1942. Á síðastliðnu hausti hófst skóli upp úr miðjum september. Hefur því orðið bagaleg skerðing á skólastarfinu vegna hernámsins. Hafa yngstu börnin orðið þar verst úti. Og sökum þrengsla hefur ekki verið hægt að bæta þeim þenna missi. Nemendafjöldi var síðastliðinn vetur rúmlega 1540. Á þessum vetri sækja nokkru færri börn skólann, eða ki'ingum 1500. Stafar það senni- lega af því, að fleira fólk hefur flutzt úr þessu skólahverfi í hin nýbyggðu hús í úthverfunum en þangað hefur flutzt aftur. Kennarar skólans eru 40 í föstum embættum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.