Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 32
94 MENNTAMÁL Stefán JónsNon: Mál og stíll Á sólbjörtum sumardegi vorið 1923 var ég gestur í móð- urmálskennslustund í Nyboderskolen í Kaupmannahöfn. í bekknum voru eingöngu stúlkur 12—13 ára gamlar, — valinn hópur að gáfum, og glæsilegur útlits. Stúlkurnar lásu sinn kaflann hver, og kennarinn skýrði efni og orða- sambönd og varpaði spurningunum til stúlknanna um það, sem lesið var. — Ég veitti einni stúlkunni athygli strax og kennslan hófst. Hún var fljótust til að gefa merki, þegar spurt var og svaraði skýrt og ákveðið, þegar spurningum var beint til hennar. — Þegar hún las, var málrómurinn hreimfagur og bjartur. — Auk þess var stúlkan ljóshærð og lagleg; hánorræn í útliti. Kennslustundin var á enda. Stúlkurnar þyrptust út, er hringt var, en þessi litla ljóshærða stúlka kom beint til mín og sagði á hreinni blæfagurri íslenzku: „Komið þér sælir“. Ég tók kveðjunni með gleði og þótti gaman að hitta þarna íslending í þessum ókunna barnahóp. — Þegar við höfðum spjallað saman um stund, og ég hafði spurt hana um ætt og uppruna, kom kennarinn og leiddi við hönd sér dökkhærða, myndarlega stúlku og sagði að hún væri líka íslendingur. — Ég heilsaði henni og talaði íslenzku, en hún tók kveðju minni og svaraði á dönsku. — Eftir stutt samtal við kennarann og litlu stúlkurnar, kom það í ljós af hverju mismunurinn stafaði. Ljóshærða stúlkan, sem talaði íslenzkuna hreint og fallega, átti íslenzka móður, en danskan föður, en stúlkan dökkhærða, sem skildi íslenzku, en gat ekki talað hana, átti íslenzkan föður, en móðir hennar var dönsk. — Báðar voru af góðum heimilum, fæddar og uppaldar í Kaupmannahöfn. — Þarna fékk ég ráðningu gátunnar. — Það er fyrst og fremst móðirin, sem

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.