Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL
99
lenzk alþýSa á 18. og 19. öld átti engar barnataækur á svo-
kölluðu barnamáli, en þó auðnaðist íslenzkri alþýðu og
islenzkum menntamönnum á 19. öldinni að hreinsa og
fegra móðurmálið, og endurvekja þann stílhreina kraft,
sem okkar gáfuðu forfeður höfðu gefið því.
Börn 19. aldarinnar áttu ekki annars kost en gera sér
listaverk fornaldarinnar, íslendingasögurnar og kvæði
góðskálda samtíðarinnar, að barnabókum, en sljófguðu ekki
hugsun sína á svokölluðum barnabókmenntum, sem hvorki
verka á ímyndunarafl eða hugmyndaflug. — Það er skoðun
mín, að allt, sem börnin lesa þurfi að verka á ímyndunar-
afl þeirra, og auka hugmyndaflugið. Efnið þarf að gagn-
taka hugann, þá skilja þau orðin; þannig lærðu börnin á
síðari hluta 19. aldarinnar að lesa fornsögurnar, ,,Þúsund
og eina nótt“, og ljóð Jónasar og Bjarna, og ég held að
enn þurfi að byggja á slíkum grunni, ef móðurmálið okkar
dýra á ekki að bíða tjón.
Ég tel það skaðlegt að skapa í íslenzku þjóðlífi sérstakt
barnamál, sem börnin lesi og tali á vissu aldursskeiði, en
þegar þau stækki, eigi þau svo að læra mál fulloröna
fólksins, — þessi stefna er innflutt og áhrif frá ensku-
mælandi þjóðum, sem hafa lent í því öngþveiti að kljúfa
mál sitt í mál alþýðu og menntamanna, — en í þessari
stefnu er sama reginvillan og þegar móðirin talar tæpi-
tungu og bjagað mál við barnið sitt, og gleymir þá þeirri
staðreynd, sem felst í þessum forna talshætti: „að því læra
börnin málið, að það er fyrir þeim haft“, og ef málið er
haft fyrir þeim fábreytt og bjagað, hvort sem það er í bók
eða viðtali, þá verður mál þeirra eins.
Ég gat þess áðan, að allir heföu veitt því athygli, hve
orðaforði og skilningur barna ykist við dvöl þeirra í nýju
umhverfi, t. d. ef kaupstaðarbarn fer til sumardvalar í
sveit, og ég minnti líka á það, að barnaskólarnir þyrftu
í starfi sínu að læra af þessari reynslu. — Skólinn þarf