Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 77 una svo víða, sem æskilegt þykir og rúm er til. Nota má þenna útbúnað til þess að festa upp sýningartjald, ef skuggamyndir eru sýndar í kennslustofunni. Við norðurvegg stofunnar eða austurvegg ættu að vera skápar fyrir söfn stofunnar, áhöld, efnisbirgðir, og við- fangsefni nemenda. Það er mikið mein í mörgum kennslu- stofum, hve þar skortir hirzlur til að geyma í þá hluti, sem til eru, eða til fallast, og gott getur verið að hafa þar við höndina. Ættu slíkir skápar jafnan að vera smíðaðir um leið og ný kennslustofa er byggð, nægilega rúmgóðir til frambúðar, og haganlega og smekklega fyrir komið. Veitir ekki af, að skápar nái yfir allan norðurvegg stofunnar, nema þar sem dyrnar eru. Væri hæfilegt, að hafa 100 cm. háan og 40 cm. þykkan neðri skáp. Efst í honum væri röð af um 16 cm. djúpum skúffum, ekki mjög stórum, en neðan við nokkur hæfilega stór hólf fyrir vinnubókablöð, nógu mörg til þess, að hægt sé að hafa eina tegund í hólfi. Þar þurfa að vera geymsluhólf, eða (heldur) skúffur, fyrir nemendur, nógu mörg til þess, að hver nemandi í stof- unni geti haft hólf sér. Þá eru hillur fyrir aðrar efnis- birgðir stofunnar, og ef til vill rúm fyrir eitthvað af söfn- um hennar. Skúffurnar væri gott að hafa misjafnlega stórar. í sumum þeirra gæti verið ýmis áhöld og efni, sem til eru í stofunni, t. d. reglustikur í einni, skæri í annarri, túskur og litir í hinni þriðju, o. s. frv. í öðrum gætu verið ýmis söfn, og verður nánar vikið að því bráðum. Neðri skápnum væri þægilegast að loka með skothurðum. — Ofan á honum væri svo efri skápur, t. d. 90 cm. hár og 30 cm. þykkur, með þremur hillum. Vel fer á, að sá skápur sé opinn, eða með skothurðum úr gleri. Það er heimilis- legra og hlýlegra en tréhurðir. í skáp þessum færi vel að hafa bókasafn stofunnar, náttúrugripasafn og áhöld, hvert sér, og þannig raðað, að prýði sé að. — Uppi á skápnum gætu svo staðið ýmsir hlutir til prýði: stengur með fánum, jarðlíkan o. s. frv.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.