Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 8
70 MENNTAMÁL of né van. 18 stig á Celsíusmæli er talinn hæfilegur hiti, eða 16—19 stig, rýmra til tekið. Illt, að hitinn sé undir lágmarkinu, en sízt betra, að hann fari yfir hámarkið. Áríðandi er, að vel sé litið eftir loftræstingu í kennslu- stofum. Innibyrgt loft verður þar fljótt daunillt og óhollt. Gluggar verða að jafnaði að vera opnir í öllum kennslu- stundum, nema það sé ógjörlegt vegna veðurofsa. En þá má ekki gleyma að bæta um á milli kennslustunda. Þá eru skólaborðin hlutir, sem vert er að gefa fullan gaum, bæði með tilliti til heilsufars nemenda, og eins hins, að þau séu vel fallin til þess að vinna við þau eins og vera ber. Því miður búa margir íslenzkir kennarar við skóla- borð, sem eru til engra hluta nytsamleg, nema að vera eldsneyti. Þau eru svo ljót og klunnaleg, að enginn maður mundi vilja hafa slík húsgögn á heimili sínu. Borðfletirn- ir svo ósléttir, að hvorki er hægt að skrifa né teikna á þeim, og stundum svo hallandi, að enginn hlutur tollir á borðinu. Og svo er stærð og stærðarhlutföll í engu sam- ræmi við vöxt barnanna, svo að skólabekkirnir verða þeim sannir pínubekkir, vegna þess, hve illa fer um þau. Eiga kennarar mikið verk fyrir höndum, að útrýma þeirri villi- mennsku, að húsgögn skólanna séu langt fyrir neðan lágmarkskröfur lítilþægustu heimila. Veit ég þó víst, að um það efni er við ramman reip að draga. Öllum kröfum til skólahúsgagna verður bezt fullnægt með lausum stólum og léttum borðum, með lágréttri plötu, og hillu undir plötunni fyrir bækur o. fl. Þetta fer bezt í stofunni, við það er þægilegast að vinna allskonar skóla- vinnu, og með því móti geta börnin hagrætt sér bezt, svo að vel fari um þau. Þarf svo að gæta þess vandlega, að stærðarhlutföll stóls og borðs séu rétt, og í samræmi við vöxt nemenda. Stóllinn er hæfilega hár, ef barnið stendur með alla ilina á gólfinu, en lærin hvíla á stólsetunni, er það situr rétt í stólnum. Og borðið mátulegt, ef nemandinn getur setið réttur við það áð skrift og teiknun, en þarf

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.