Menntamál - 01.12.1942, Side 33

Menntamál - 01.12.1942, Side 33
MENNTAMÁL 95 málið kennir. Það er engin tilviljun, að mál hverrar þjóðar er nefnt móðurmál, en landið föðurland. Móðirin er fyrsti móðurmáiskennarinn, og áhrif hennar eru sterk. Hún byggir undirstöður að orðaforða barnsins og málfari ,og veltur þar á miklu að sú undirstaða sé lögð látlausum, fögrum setningum hins daglega máls, en ekki bjagað og fánýtt tæpitungumál. Það er ef til vill djarft að varpa þeirri fullyrðingu fram, en ég tel, að saga íslenzkra rithöfunda og skálda sanni það, að enginn verði snjall á íslenzkt mál, ritað eða talað, nema hann eiga gáfaða móður, eða fóstru, sem metur og temur sér hreint og fagurt málfar. Hlutverk móðurinnar er stórt í uppeldinu og ástkæra, ylhýra málið á þar sterkan liðsmann, ef hún minnist stöð- ugt ábyrgðar þeirrar, er á henni hvílir, um framtíð og þroska móðurmálsins, — málsins, sem við hana er kennt með réttu. Og ég er þess fullviss, að víða um byggðir lands vors, í kaupstöðum og sveitum, eru margar mæður vel á verði, og þekkja og rækja sitt mikla hlutverk í verndun og þroska móðurmálsins. Ég hefi um rösklega 20 ára skeið fengist við kennslu móðurmálsins í barna- og unglingaskólum, og vegna þess að ég ann íslenzkri tungu, og ber áhyggjur um framtíð hennar, langar mig til að nota hér nokkrar mínútur til umræðu um þessa æðstu námsgrein íslenzkra skóla og heimila, en ég skal taka það strax fram, að ég ætla ekki að ræða um þá hlið málsins, sem mestum tima eyðir í ís- lenzkum skólum, sem sé baráttuna við ritvillurnar og allar krókaleiðir íslenzkrar stafsetningar, enda er það erfitt til umræðu og allþreytandi efni, en ég vil ræða um, þessar fáu mínútur, sem ég á hér yfir að ráða, þær breytingar, sem ég tel mig hafa orðið varan við á málfari barna á liðnum 20 árum, og sem að mínum dómi boða alvarlega hættu. Þessi hætta, sem ég tel yfirvofandi fyrir íslenzkt málfar, er vaxandi útbreiðsla þágufallsvitleysunnar og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.