Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 30
92 MENNTAMÁL hinna búhögu bænda og fjöldi af húsfreyjum landsins. Kvíði ég því engu um starfsþroska þeirra þarna, sem frá heimilum þeirra koma, — jafnvel þótt þau fengju litla verknámskennslu í skólum. En því miður eru þessi heimili þó allt of fá. Þess vegna verður að leggja svo mikla áherzlu á hið verklega nám í barnaskólunum. — Á síðari árum hefir allmikið borið á þeirri skoðun meðal kennara, víða um lönd, að tengja bæri hið hand- ræna nám sem nánustum tengslum við bóknámið. í þessu skyni hafa kennarar því látið börnin i landafræðitímun- um t. d. búa til upphleypt landabréf, í náttúrufræði móta dýr í leir, eða gera af þeim, eða öðrum viðfangsefnum námsgreinarinnar pappa- eða pappírslíkön, eða í sögu- tímunum búa til líkingu af fornri brú eða byggingu, mála þetta, skreyta o. s, frv. Mun vera óþarfi að benda á, að enda þótt þetta sé að verulegu leyti handræn starfsemi, þá er það þó ekki verk- legt nám í þeim skilningi, sem hér hefir verið haldið fram. Þetta er föndur, en ekki verknám eða vinna. Sem föndur á það fyllsta rétt á sér í skólanum. Það getur verið börnunum til gleði og mikils gagns. Það skapar heilbrigða tilbreytingu í námið, glæðir hugkvæmni barnanna, gefur þeim oft tækifæri til skapandi listrænnar starfsemi og örfar handlægni þeirra. Það er oft mjög vel til þess fallið að festa í minni barnanna námsefnið, eða einstök atriði þess, og skýrir fyrir þeim það, sem ella yrði ef til vill torskilið. Að því leyti er það hliðstætt skýringar- mynd, sem kennarinn dregur á töfluna. En föndur lýtur öðrum lögum en verknám. Verklegt nám, eða vinna, gerir ákveðnar kröfur um handbragð og hlutlægni og þar er ekkert „hér um bil“ leyfilegt. En föndur getur náð tilgangi sínum þótt þessum skilyrðum sé ekki fullnægt til hins ítrasta. — — Af þessum ástæðum öllum, sem nú hafa verið nefndar, og enn fleiri, sem ekki skulu raktar hér, ber að skipa verk-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.