Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 40

Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 40
102 MENNTAMÁL Hefir mér stundum virzt sem lítt námhneigð börn nytu þarna efnis og frásagnar og beittu athygli og eftirtekt á allt annan hátt en í venjulegum tímum, og mörg börnin hafa reynt að fá sér þessar bækur til lesturs á eftir. Þótt ég í þessari frásögn minni nefni ýmist, að ég lesi sögurnar eða segi þær, þá er eiginlega hvorugt réttnefni. Ef ég t. d. ætla að segja Laxdælu, þá les ég vandlega yfir þann hluta sögunnar, sem ég býst við að fara yfir á 50 mínútum. Ég merki við þá kafla, sem ég sleppi úr og end- ursegi, en hefi bókina liggjandi fyrir mér á borðinu og ýmist les eða endursegi sem næst orðum bókarinnar. Mörg börnin geta naumast fylgt þræðinum, ef lesið er á venju- legan hátt. — Sömu aðferð hefi ég haft með skáldritin, en þar les ég þó meria en ég endursegi. — í vetur fram að jólum hefi ég lesið og endursagt æfisögu frú Curie, en þar hef ég hlaupið alveg yfir suma kafla, en lesið aðra alla án þess að sleppa úr einni setningu, til þess að stíll og andi þess snilldarrits nyti sín sem bezt. Ég hefi hér í fáum dráttum gert grein fyrir þvi, hvaða aðferð ég hefi haft til þess að reyna að fá hinn upp- vaxandi æskulýð til að lesa og skilja fornsögurnar og úr- valsrit nútímans. Ef til vill hafa aðrir kennarar farið svip- að að, og geta þeir þá borið þessa frásögn mína saman við reynslu sína. Ég hefi í þessum tilraunum mínum viljað hagnýta mér staðreyndir reynslunnar. Það vita allir, að frásagnarlistin hefir verið þjóðareign íslendinga. Um löng vetrarkvöld og dimma skammdegis- vökur hefir íslenzk alþýða sagt sögur og hlustað á sögur og þulur, og þetta hefir verið þjóðarinnar andlega líftaug. Ég vil læra af þessari reynslu þjóðarinnar í skólastarfinu, og flytja frásögn listrænna ritverka inn í skólastarfið. Með því að segja og lesa fögur rit fyrir börnin er þeim opnuð leið að þeim þroskalindum, sem góðar bækur geyma. — Ekki get ég með rökum bent á annan sýnilegan árangur

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.