Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 36

Menntamál - 01.12.1942, Qupperneq 36
98 mbnntamál í starfi sínu lært af reynslunni um barnið, sem fór í sveit- ina og hagnýtt sér þá reynslu? Áður en ég vík að því, hvernig skólinn geti í starfi sínu byggt á þessari reynslu og hagnýtt sér hana, þá vil ég víkja að einni hlið þessa máls, en það eru barnabækurnar. Bækurnar, sem börnin fá til lesturs á ýmsum aldri og nefndar eru þessu nafni. 20. öldin hefir oft verið nefnd öld barnanna, af því að aldrei hefir verið meira fyrir börnin gert, sem svo er kallað. — Hja okkur hefir meðal annars útgáfa barnabóka verið aukin mjög, en þó einkum hin síðustu ár. — Það er vitan- lega gott, að börnin fái bækur, og það er skilyrði fyrir því, að námsbækur barnanna komi að fullum notum, að þau eigi þess kost, að lesa aðrar bækur, en þær sem námið í skólunum heimtar að þau lesi. En það er sorgleg staðreynd, að árin, sem útgáfa barnabóka er örust, eins og síðast- liðin 10—20 ár virðist málþroska barna og orðaforða hafa hrakað, einkum i fjölmenni kaupstaðanna, þar sem dag- leg störf og götulíf krefst ekki nema fábreyttra orða og fátæklegs orðaforða. í huga manns vaknar þá sú spurning. Hafa barnabæk- urnar verið þannig að efni og orðfæri, að börnin græddu á lestri þeirra? Ég fullyrði það, að margar þeirra hafa ekki stuðlað að því að auðga og fegra orðaforða barnanna, og sumar þeirra gera börnin aðeins grunnfær í hugsun og kenna þeim að fleygja frá sér öllu þungu lesefni, og þrek þeirra til að brjóta til mergjar og einbeita huganum hefir dvínað, við þetta auðmelta og fáskrúðuga andans fóður. Barnabækur, sem skrifaðar eru á stíllausu og fáskúðugu götumáli, svonefndu barnamáli um nauða ómerkilegt efni, sem hvorki verkar á ímyndunarafl barna eða eykur þroska þeirra, eiga ekkert erindi til barnanna. Ég get ekki í þessu erindi fært full rök fyrir þessum fullyrðingum mínum, með tilvitnunum og upplestri úr lé- legum barnabókum, en ég vil vekja athygli á því, að ís-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.