Menntamál - 01.12.1942, Blaðsíða 38
100
MENNTAMÁL
að flytja barninu nýtt umhverfi og nýtt umræðuefni. Ég
held, að ef til vill skorti okkar barnaskóla það mjög, að
sérstaklega sé þar oft hreint talmál og framsögn. Gamla
yfirheyrsluaðferðin hafði þann kost fyrir móðurmálið, að
hún æfði börnin í því að skýra skilmerkilega frá því, sem
þau vissu i námsgreininni, annaðhvort með eigin orðum
eða bókarinnar. — Vinnubókakennsluaðferðin, sem að
mörgu hefur mikla kosti fram yfir gömlu yfirheyrsluað-
ferðina, skortir það, að börnin fái æfingu í móðurmálinu
í sambandi við spurningar og svör, — en vissulega þarf
skólinn að bæta móðurmálskennslunni þetta upp. í bekkj-
um 7-—10 ára barna þyrfti beinlínis að hafa talæfingar í
sambandi við lesæfingarnar, þar sem börnin æfðu sig í
því að segja frá daglegum viðburðum, þar sem kennarinn
stjórnaði samtaíinu og leiðlétti málvillur og röng orða-
sambönd. — Nóg er tilefnið til umræðu, veðurfarið, skipa-
komur. leikir barnanna o. f 1., en í eldri bekkjum þyrfti sér-
staka tíma, þar sem lesin væru og sögð æfintýri, leikrit,
fornsögur og listræn skáldrit, innlend eða útlend, og börn-
unum þegar á þroskaaldrinum 11—13 ára leiðbeint frá
barnabókunum að fögrum og sögulegum bókmenntum
þroskaðra manna.
Ég vil til stuðnings því að slíkt sé hægt, segja frá til-
raunum mínum og reynslu um þetta efni.
Þegar ég ungur hóf kennslu við barnaskóla, varð ég þess
var að gamlir sögufróðir, bókhneigðir menn, höfðu margt
að athuga við kennslu skólanna, en þó einkum það, að
börnin lærðu ekki að lesa nytsamar bækur, eins og til
dæmis fornsögurnar. — Ég taldi þetta þá stafa af aftur-
haldi og mótþróa gegn barnafræðslunni, en varð þó að
viðurkenna það með sjálfum mér, að börnin hefðu enga
aðstöðu eða löngun til að lesa gullaldarrit íslendinga, og
þótt þau iærðu allgott ágrip af íslandssögu, og könnuðust
við hetjur og spekinga úr fornsögunum, þá hefðu þau al-
veg farið á mis við þann þroska, sem 19. aldar börnin