Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Qupperneq 14

Menntamál - 01.04.1961, Qupperneq 14
4 MENNTAMÁL um okkur ekki ýkja oft ljóst í blákaldri alvöru, án til- finningasemi og sjálfsaumkunar, hvað það þýðir í raun og veru, í þeim heimi, sem við byggjum í dag, að vera jafn agnarsmáir og við erum. Mig grunar að við syngjum sjald- an í einlægni vísuna, sem lýsir svo hlutlægt og nákvæmlega veraldarstöðu íslands í dag, ekki síður en þegar hún var ort: Um þess kjör og aldarfar aðrir liægt sér láta, sykki það í myrkan mar mundu fáir gráta. Smæðin er áreiðanlega eitt af því marga um okkur sjálfa, sem við munum þegar okkur hentar og gleymum þegar meiri huggun er í því að gleyma. Enda er hægurinn hjá. Við erum ekki „lítilsvirt.“ Síður en svo. Og við erum ekki lengur svo „langt frá öðrum þjóðum“ að teljandi bagi sé að. Þvert á móti. Þegar bezt lætur getum við ýkju- laust sagt að við séum vel metin menningarþjóð í miðjum hinum siðaða heimi. Við lifum í sátt við alla. Við eigum enga óvini í venjulegum skilningi, ekki einu sinni haturs- menn frá fornu fari. Jafnvel aldagömul óvinátta okkar við Dani er úr sögunni, og það þótt við deilum enn við þá um eitt hið mesta alvörumál. Og þótt við að undanförnu höfum átt í því, sem á okkar mælikvarða má næstum kall- ast stríð, við Breta, dylst engum hugsandi manni, að þar er ekki um að ræða fjandskap þjóða á milli. Engin þjóð vill okkur illa. Og þó er það satt, að við erum heiminum vel missandi, að við yrðum hvorki lengi grátin né af mörgum. Heilar þjóðir vita varla að við erum til, nema þá ef til vill á sama hátt og við vitum, að allir sem skráðir eru á þjóðskrá eru til, og þessi vanþekking er þeim bagalaus, ekki síður en okkur er það bagalaust, að láta okkur hægt um kjör þeirra og aldarfar. Enginn á það til okkar að sækja á efnalegu sviði sem hann ekki getur án verið eða annars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.