Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Síða 15

Menntamál - 01.04.1961, Síða 15
MENNTAMÁL 5 staðar fengið. Og á andlegu sviði, þar sem framlag okk- ar hefur verið og verður ætíð merkast og mest, skipum við naumast þann sess, sem við helzt vildum gera okkur í hugarlund að við skipuðum eða ættum að skipa. Dýrmæti íslenzkra bókmennta verður naumast orðum aukið. En ekki er það víða — varla utan nánustu frændþjóða — sem þekking á íslenzkum bókmenntum er talin nauðsynlegur þáttur jafnvel hinnar ágætustu menntunar. Njálssaga er sennilega annað mesta skáldverk evrópskra miðaldabók- mennta, en margur ágætur miðaldafræðingurinn gengur þess dulinn, sér að meinalausu, að því er bezt verður séð. Smæð okkar .og fjarlægð frá öðrum þjóðum er söguleg staðreynd, og engin aukning flugtækninnar nægir til að afmá afleiðingar þeirrar staðreyndar. Og enn er þess að minnast um smæð okkar, sem mörg- um kann að þykja hvað þyngst á metum ótta og kvíða í dag. f stærðfræði atómstyrjaldar er sá fólksfjöldi, er fsland byggir, aukastafur einn. Ég hef heyrt amerískan fréttamann — hásiðaðan mannúðarmann og skylduræk- inn gagnrýnanda sinnar eigin þjóðar — jafna saman íbúatölu íslands og iðnaðarborgarinnar Flint í Michigan, er hann ræddi um hugsanleg áhrif íslands á stríð eða frið í Evrópu. Ein lítil iðnaðarborg mun varla sú stærsta fórn, sem risaþjóðirnar, er að næstu heimsstyrjöld mundu standa, telja sér gerlegt að færa. Ég er hér engan veginn að leika mér að grýlum, né er ég heldur að reyna að smækka ísland og hlutskipti þess eða hlutverk í nútíð og framtíð. Síður en svo. Ég vil minna á það, að í vísunni, sem ég vitnaði í áðan, er Matthías Jochumsson ekki að barma sér fyrir íslands hönd: vísan er upphafið að bjartsýnu og vondjörfu hvatningarkvæði. Ég er heldur ekki að bera neinni þjóð á brýn kaldrana eða kæruleysi eða illan hug í íslands garð. Meðal þjóða heims- ins erum við hvorki ver né betur settir en efni standa til. Ég er aðeins að benda á eitt gleggsta dæmið um þær ögr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.