Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Síða 17

Menntamál - 01.04.1961, Síða 17
MENNTAMÁL 7 mennt leggur á einstaklinginn og afrek hans. Hann verð- ur að finna annan mælikvarða, sem betur hæfir því, sem hann í hugskoti sínu veit að er kjarni hins sanna gildis hans. Takist honum það, er hann hólpinn, enda sannleik- anum nær, að okkar siðferðishyggju. Takist honum það ekki, er hann óánægður og órór og tvístrar sálarorku sinni í ófrjóa sjálfsaumkun og sjálfsþótta á víxl. Við fslendingar erum óánægð og óró þjóð. Um það ber vott annarsvegar gagnrýnislaus ánægja með það, sem við teljum okkur til gildis, hinsvegar jafngagnrýnislaus eftirsókn eftir háttum og siðum stærri þjóða og óþols- nöldur um allt, sem við óttumst að kunni að bera keim af smæð okkar og afskekktri legu landsins. Við stærum okk- ur af því að tala tungu, sem enginn annar skilur, en ber- um okkur upp undan því, að ljóðskáldin okkar skuli ekki ná til alls heimsins. Við gortum af hinni sérkennilegu náttúru landsins, en förum hjá okkur, sé það nefnt, að hér vaxa ekki stórir skógar. Við teljum okkur það til gildis, að forfeður okkar skuli hafa nagað skóbætur í hallærum, en ef felldur er sá hlutlægi vísindadómur, að fsland sé á mörkum hins byggilega menningarheims, ætlum við æfir að verða. Við hörmum flótta úr sveitunum, en fögnum þeim verklegu framförum, sem valdar eru að honum, og miklumst af stórborginni Reykjavík. Þannig mætti lengi telja það, sem við viljum hvorki halda né sleppa. Hér er ekki um að ræða einfalda ósamkvæmni eða skort á rökvísi. Við erum í ósátt við sjálfa okkur; við er- um orðnir á eftir okkur sjálfum: þróunin er farin fram úr okkur. Ég ítreka það, sem ég hef þegar drepið á, að þetta virðist ekki hamla okkur í athöfn eða starfi. Það er eins og við séum ekki í neinum vafa um hvað við eig- um að gera. En við virðumst ekki vita, hvað við eigum að hugsa, hvað við eigum að láta okkur finnast. Aldrei hefur þjóðinni verið meiri þörf á þekkingu á sjálfri sér, eðli sínu og ástandi en nú.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.