Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Side 18

Menntamál - 01.04.1961, Side 18
8 MENNTAMÁL Ég er hér ekki að endurtaka það enn einu sinni, sem við höfum heyrt svo oft á undanförnum árum, að íslenzk tunga og íslenzk menning séu í bráðri hættu. Menning og tunga smáþjóðar í miðjum hinum stóra heimi eru alltaf í hættu. En mér virðist það óumdeilanlegt, að íslenzk menning hafi aldrei staðið með meiri blóma en nú, aldrei verið fjölskrúðugri. Sama máli gildir um meginþátt menningarinnar, tunguna. Mig langar að nota þetta tæki- færi til að neita því, að tungunni sé að hraka. Forsendan er einföld: aldrei hafa jafnmargir notað tunguna jafnvel til jafnmargvíslegra þarfa. Sú tunga er vel á vegi stödd, sem nægir þeirri þjóð, sem hana talar, til allra starfa, and- legra og verklegra, í fjölbreyttu þjóðlífi. Þetta var útúrdúr, og ég sný mér því aftur að megin- máli, nauðsyn þess, að þjóðin skoði hug sinn, læri að þekkja sjálfa sig. Sá sem leitar að þekkingu á sjálfum sér á í upp- hafi hvergi fast undir fótum. Það má því heita sama hvar hann ber niður: honum getur orðið allt matur, sem í magann kemst. Ef það væri á nokkurs manns færi að byrja skipulega rannsókn á óánægju þjóðarinnar með sjálfa sig, ætti það sjálfsagt samkvæmt reglum velsæmis- ins að vera sagnfræðingur eða þjóðfélagsfræðingur. Ég er hvorugt. Ég er aðeins forvitinn og órór Islendingur, sem vildi gjarnan koma á framfæri spurningum, sem mér finnst mér og löndum mínum nauðsyn að fá svör við. En það er stundum erfiðara að spyrja rétt en að svara, þegar rétt er spurt, og ég er þess ekki umkominn, að semja þær spurningar, er kynnu að laða fram þau svör, er e. t. v. geyma lausnarorðið, sem við bíðum eftir. í stað þess ætla ég að hætta á að svara nokkrum óorðuðum spurning- um. Kannske geta svör mín orðið til þess, að einhver stíli spurningarnar rétt, kannske til þess, að einhver finni hjá sér hin sönnu svör. f hálfa aðra öld hefur saga íslands verið saga stórra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.