Menntamál - 01.04.1961, Page 23
MENNTAMÁL
13
JÓNÁS PÁLSSON:
Tilraunir með skólaþroskapróf.
Haustið 1958 var gerð tilraun með svonefnt Levin-próf
í 7 ára bekkjum Laugarnes- og Höfðaskóla í Reykjavík og
einnig í barnaskólanum í Kópavogi. Prófin voru aftur
lögð fyrir í sömu skólum haustið 1959. Hér verður greint
frá örfáum atriðum varðandi þessa tilraun, svo og get-
ið nokkurra niðurstaðna af einstaklings greindarprófum,
sem gerð voru á 7 ára börnum í Kópavogi, og norsku skóla-
þroskaprófi.
Hér verður aðeins um stutt yfirlit að ræða, sem ekki
gefur neina tæmandi né rétta heildarmynd af rannsókn-
um þessum. Efnið er of umfangsmikið til þess að slíkt sé
kleift í stuttri tímaritsgrein, enda rannsóknum þessum
langt í frá lokið.
Levin-prófið, sem stundum er líka kennt við Uppsala í
Svíþjóð, er myndapróf, 15 einstök verkefni.
Markmið prófsins er að greina þroska nemenda við upp-
haf skólagöngu í 7 ára bekkjum, sem viðurkennt er að sé
ærið misjafn. Reynslan þykir hafa sýnt ótvírætt, að all-
stór hópur barna sé ekki nægilega þroskaður til að hafa
not af venjulegri kennslu í 7 ára bekkjum barnaskólanna.
Notagildi prófsins er fólgið í því að finna þessi börn strax
í upphafi skólagöngu og fá þeim kennslu við hæfi. Levin-
prófið hefur um mörg ár verið notað í þessum tilgangi í
Svíþjóð og Danmörku og þótt gefast vel.
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur aflaði sér í upphafi
leyfis til að nota prófið. Umsjón með tilrauninni af hálfu
Reykjavíkur hafði Ásgeir Guðmundsson kennari, sem