Menntamál - 01.04.1961, Page 24
14
MENNTAMAL
Ásgeir Guðmundsson. Jónas Pálsson.
hafði lært meðferð prófanna í Danmörku. Undirritaður
gekk síðan til samstarfs af hálfu Kópavogsbæjar, og höf-
um við síðan unnið saman að tilraunum með Levinprófið.
Einu verkefni var breytt, teiknaðar nýjar myndir til sam-
ræmis við íslenzkt mál. Sá Ásgeir Guðmundsson um það
verk. Tveir leggja prófið fyrir, og tekur það um 45—60
mínútur. Einkunnir eru gefnar frá 37 niður í — 13. Börn,
sem fá neðan við 0 eru, skv. prófinu, óskólaþroska, þau,
sem fá einkunn frá 0—10 eru talin í vafaflokki og þurfa
nánari athugunar við, en börn með hærri einkunn en 10
eru talin skólaþroska. Prófinu sjálfu, mati á úrlausnum
og prófunaraðferð verður annars ekki frekar lýst hér.
Við Ásgeir Guðmundsson unnum einir alla undirstöðu
útreikninga á próflausnum. Hópunum úr Reykjavík og
Kópavogi hefur verið haldið sér, en fella má niðurstöður
í eitt, hvenær sem henta þykir.